Viðskipti innlent

Enn falla bréfin í kauphöllinni

Ekkert lát er á falli á hlutabréfum í kauphöllinni nú við opnun markaðarins í morgun. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 0,47% og stendur í 6751 stigum.

Aðeins eitt félag hefur hækkað í morgun það er Cantury Aluminium um 0.97%. Mesta lækkunin er á bréfum Exista eða 3,08%, Fl Group lækkar um 1,90% og SPRON um 1,75%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×