Hlustun mikilvæg 22. maí 2007 04:00 Fólk með minnissjúkdóm upplifir sig smám saman missa tengsl við umhverfið. Líðan sjúklinga með Alzheimer er efni opins fyrirlesturs sem hefst kl. 15 í dag á 1. hæð að Eiríksgötu 34. „Hlustað á rödd einstaklings með minnissjúkdóm“ er yfirskrift fyrirlesturs fræðimannanna Ann Bossen og Janet Specht frá Iowa-háskóla. Þær Ann og Janet fjalla meðal annars um niðurstöður úr nýlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á sjúklingum á fyrri stigum Alzheimersjúkdómsins. Þar eru skoðuð atriði eins og frumkvæði, skilningur, líkamsþjálfun og lífsstíll, félagslegt umhverfi, endurhæfing minnis og þekkingaröflun. Einnig munu þær skýra frá aðferðum sem hvetja til aukinnar virkni og þátttöku einstaklinga með Alzheimer í daglegu lífi og tengja umræðuna við menntun og rannsóknir á fræðasviðinu. Fyrirlesturinn verður í dag í stofu 101 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, milli kl. 15 og 16.30. Hann er á ensku og allir eru velkomnir. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið
Líðan sjúklinga með Alzheimer er efni opins fyrirlesturs sem hefst kl. 15 í dag á 1. hæð að Eiríksgötu 34. „Hlustað á rödd einstaklings með minnissjúkdóm“ er yfirskrift fyrirlesturs fræðimannanna Ann Bossen og Janet Specht frá Iowa-háskóla. Þær Ann og Janet fjalla meðal annars um niðurstöður úr nýlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á sjúklingum á fyrri stigum Alzheimersjúkdómsins. Þar eru skoðuð atriði eins og frumkvæði, skilningur, líkamsþjálfun og lífsstíll, félagslegt umhverfi, endurhæfing minnis og þekkingaröflun. Einnig munu þær skýra frá aðferðum sem hvetja til aukinnar virkni og þátttöku einstaklinga með Alzheimer í daglegu lífi og tengja umræðuna við menntun og rannsóknir á fræðasviðinu. Fyrirlesturinn verður í dag í stofu 101 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, milli kl. 15 og 16.30. Hann er á ensku og allir eru velkomnir.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið