Eru flokkarnir ósammála kjósendum? 4. maí 2007 06:00 Mánudaginn 30. apríl birti Fréttablaðið niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kemur að kjósendur á Íslandi telja menntamál næstmikilvægasta málaflokkinn þegar kemur að því að ákveða hvaða flokkur hlýtur þeirra atkvæði 12. maí. Einungis velferðarmál þykja skipa meira máli, og eru menntamál t.a.m. ofar í röðinni en skattamál, efnahagsmál og umhverfismál. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undanfarið staðið fyrir herferð sem miðar að því að gera menntamál að kosningamáli, nokkuð sem, miðað við vilja kjósenda, virðist vera afar brýnt. Það er því ljóst að Stúdentaráð er sammála þorra kjósenda - en eru frambjóðendur það? Eru menntamál orðin að kosningamáli? Vissulega hefur farið meira fyrir umræðu um menntamál þetta árið en oft áður, t.d. fyrir fjórum árum þegar nær öll umræða snerist um kvótakerfið. Samt sem áður hafa málaflokkar eins og efnahagsmál, samgöngumál og umhverfismál hlotið mun meiri athygli í pólitískri umræðu, þrátt fyrir að kjósendum þyki þau mál ekki eins mikilvæg og menntamálin. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram eru flestir, ef ekki allir, með skýra stefnu í menntamálum og sú stefna er langt frá því að vera eins hjá þeim öllum. Ef stefna flokkanna í háskólamálum er skoðuð kemur í ljós að flokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Skólagjöld eru eitt þeirra atriða sem flokkana greinir á um, en samt hefur lítið farið fyrir umræðum um hvort taka eigi upp skólagjöld við opinbera háskóla hérlendis nú í aðdraganda kosninga. Sú spurning er hápólitísk og varðar ekki bara stúdenta, heldur samfélagið allt. Skólagjöld við opinbera háskóla fela í sér að horfið yrði frá þeim grundvallaratriðum sem hafa einkennt íslenskt samfélag í fjölda ára, að allir séu jafnir og hafi jöfn tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, og í því felst meðal annars að hafa möguleika á að mennta sig. Það eru fleiri málefni sem flokkana greinir á um og má þar nefna lánasjóðsmálin, samkeppnisstöðu háskólanna hérlendis og fjármögnun háskólastigsins almennt. Skortur á umræðu um menntamál er því ekki kominn til vegna þess að flokkarnir hafa ekkert að tala um. Stjórnmálaflokkarnir vita núna hversu mikilvæg menntamálin eru í augum kjósenda. Það gefst hins vegar því miður varla tími til þess að ræða menntamál af einhverri alvöru þessa rúmu viku sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Það geta flokkarnir bætt upp fyrir með því að veita menntamálunum þá athygli sem þau eiga skilið á næsta kjörtímabili og efna þau loforð sem þeir hafa gefið. Stúdentaráð mun fylgjast vel með, enda eru loforð flokkanna í þessum málaflokki vandlega skráð á vefsíðunni loford.is, og því munu flokkarnir eiga erfitt með að svíkja kjósendur. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mánudaginn 30. apríl birti Fréttablaðið niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kemur að kjósendur á Íslandi telja menntamál næstmikilvægasta málaflokkinn þegar kemur að því að ákveða hvaða flokkur hlýtur þeirra atkvæði 12. maí. Einungis velferðarmál þykja skipa meira máli, og eru menntamál t.a.m. ofar í röðinni en skattamál, efnahagsmál og umhverfismál. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undanfarið staðið fyrir herferð sem miðar að því að gera menntamál að kosningamáli, nokkuð sem, miðað við vilja kjósenda, virðist vera afar brýnt. Það er því ljóst að Stúdentaráð er sammála þorra kjósenda - en eru frambjóðendur það? Eru menntamál orðin að kosningamáli? Vissulega hefur farið meira fyrir umræðu um menntamál þetta árið en oft áður, t.d. fyrir fjórum árum þegar nær öll umræða snerist um kvótakerfið. Samt sem áður hafa málaflokkar eins og efnahagsmál, samgöngumál og umhverfismál hlotið mun meiri athygli í pólitískri umræðu, þrátt fyrir að kjósendum þyki þau mál ekki eins mikilvæg og menntamálin. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram eru flestir, ef ekki allir, með skýra stefnu í menntamálum og sú stefna er langt frá því að vera eins hjá þeim öllum. Ef stefna flokkanna í háskólamálum er skoðuð kemur í ljós að flokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Skólagjöld eru eitt þeirra atriða sem flokkana greinir á um, en samt hefur lítið farið fyrir umræðum um hvort taka eigi upp skólagjöld við opinbera háskóla hérlendis nú í aðdraganda kosninga. Sú spurning er hápólitísk og varðar ekki bara stúdenta, heldur samfélagið allt. Skólagjöld við opinbera háskóla fela í sér að horfið yrði frá þeim grundvallaratriðum sem hafa einkennt íslenskt samfélag í fjölda ára, að allir séu jafnir og hafi jöfn tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, og í því felst meðal annars að hafa möguleika á að mennta sig. Það eru fleiri málefni sem flokkana greinir á um og má þar nefna lánasjóðsmálin, samkeppnisstöðu háskólanna hérlendis og fjármögnun háskólastigsins almennt. Skortur á umræðu um menntamál er því ekki kominn til vegna þess að flokkarnir hafa ekkert að tala um. Stjórnmálaflokkarnir vita núna hversu mikilvæg menntamálin eru í augum kjósenda. Það gefst hins vegar því miður varla tími til þess að ræða menntamál af einhverri alvöru þessa rúmu viku sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Það geta flokkarnir bætt upp fyrir með því að veita menntamálunum þá athygli sem þau eiga skilið á næsta kjörtímabili og efna þau loforð sem þeir hafa gefið. Stúdentaráð mun fylgjast vel með, enda eru loforð flokkanna í þessum málaflokki vandlega skráð á vefsíðunni loford.is, og því munu flokkarnir eiga erfitt með að svíkja kjósendur. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun