Viðskipti innlent

Viðurkenning á fjárstyrk Existu

Framkvæmdastjóri samskiptasviðs Existu segir nokkra viðurkenningu fólgna í sambankaláni félagsins.
Framkvæmdastjóri samskiptasviðs Existu segir nokkra viðurkenningu fólgna í sambankaláni félagsins. Valli

Exista hefur tekið 500 milljóna evra sambankalán, eða sem nemur rúmum 43 milljörðum króna, til endurfjármögnunar á eldra láni.

Lánið er í tveimur hlutum: 407,5 milljónir evra til þriggja ára með 130 punkta álagi á evrópska millibankavexti og lán til eins árs upp á 92,5 milljónir evra með 62,5 punkta álagi. Smærra lánið er framlengjanlegt til þriggja ára. Alls taka 27 bankar frá 12 löndum þátt í sambankaláninu.

Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Existu, segir að sveiflur á fjármálamörkuðum hafi ekki haft áhrif á þátttöku í láninu eða á kjör þess. Jafnframt sé mikilvægt að lánið sé án veðsetningar. „Þetta hefðum við væntanlega ekki getað fyrir rúmu ári þegar við vorum hreint fjárfestingarfélag,“ segir hann og túlkar sem traust sambankahópsins á fjárhagsstyrk Existu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×