51% námslána er styrkur 23. mars 2007 05:00 Samkvæmt síðustu útreikningum Ríkisendurskoðunar er framlagsþörf Lánasjóðs ísl. námsmanna 51% af áætluðum útlánum. Ríkissjóður þarf þannig árlega að leggja LÍN til 51 krónu fyrir hverjar 100 krónur sem sjóðurinn lánar námsmönnum. Þetta er nauðsynlegt til að standa undir kostnaðinum sem fylgir félagslegu hlutverki sjóðsins. Stærsti kostnaðarliðurinn er niðurgreiðsla á vöxtum en námslánin eru verðtryggð, en vaxtalaus á námstíma og með 1% vöxtum að námi loknu. Í stað núverandi lánskjara gætu ríkissjóður og LÍN boðið námsmönnum að þiggja 51% aðstoðarinnar sem styrk og eftirstöðvarnar sem lán á markaðskjörum. Fjárhagslega kæmi dæmið eins út. Samfylkingin leitast við að bjóða betur en aðrir í lánasjóðsmálum, sbr. nýlegan pistil Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns. Tillögurnar vekja á hinn bóginn fleiri spurningar en þær svara. Þannig er t.d. lagt til að ef námsmaður lýkur lokaprófum á tilskildum tíma breytist 30% af upphæð námslána í styrk. Að óbreyttu myndi þessi tillaga hækka þörf á árlegu framlagi úr ríkissjóði um 1,5 milljarð króna. Er þetta skynsamleg forgangsröðun við ráðstöfun fjármuna? Hvaða forsjárhyggja er það að vilja skilyrða styrkinn með „lokaprófum á tilskildum tíma"? Og hvers vegna vill Samfylkingin minnka vægi félagslega tillitsins á endurgreiðslutíma námslánanna? Eitt af aðalsmerkjum íslenska námslánakerfisins er félagslegt tillit bæði á námstíma og að námi loknu. Samfylkingin vill líka afnema ábyrgðarmannakerfið og klifar á því að menn hafi vegna þess orðið að hverfa frá námi. Fylgjast menn ekki með breytingum sem gerðar eru á reglum sjóðsins? Í tæp þrjú ár hafa námsmenn getað tryggt lánin sín með bankaábyrgð. Um 5% lánþega hafa valið þá leið. Hverjir eru þá eftir? Gjaldþrota einstaklingur getur fengið námslán ef hann tryggir námslán sitt með tveimur ábyrgðarmönnum. Vill Samfylkingin afnema það fyrirkomulag? Undir forystu Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, hafa náðst fram margvíslegar úrbætur í málefnum LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Yfirveguð forgangsröðun, náið samráð við námsmannahreyfingarnar og víðtæk samstaða hefur einkennt þessar úrbætur. Í stað yfirboða og vanhugsaðra tillagna er það von mín að umræðan um LÍN verði málefnaleg. Höfundur er bæjarstjóri og formaður stjórnar LÍN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt síðustu útreikningum Ríkisendurskoðunar er framlagsþörf Lánasjóðs ísl. námsmanna 51% af áætluðum útlánum. Ríkissjóður þarf þannig árlega að leggja LÍN til 51 krónu fyrir hverjar 100 krónur sem sjóðurinn lánar námsmönnum. Þetta er nauðsynlegt til að standa undir kostnaðinum sem fylgir félagslegu hlutverki sjóðsins. Stærsti kostnaðarliðurinn er niðurgreiðsla á vöxtum en námslánin eru verðtryggð, en vaxtalaus á námstíma og með 1% vöxtum að námi loknu. Í stað núverandi lánskjara gætu ríkissjóður og LÍN boðið námsmönnum að þiggja 51% aðstoðarinnar sem styrk og eftirstöðvarnar sem lán á markaðskjörum. Fjárhagslega kæmi dæmið eins út. Samfylkingin leitast við að bjóða betur en aðrir í lánasjóðsmálum, sbr. nýlegan pistil Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns. Tillögurnar vekja á hinn bóginn fleiri spurningar en þær svara. Þannig er t.d. lagt til að ef námsmaður lýkur lokaprófum á tilskildum tíma breytist 30% af upphæð námslána í styrk. Að óbreyttu myndi þessi tillaga hækka þörf á árlegu framlagi úr ríkissjóði um 1,5 milljarð króna. Er þetta skynsamleg forgangsröðun við ráðstöfun fjármuna? Hvaða forsjárhyggja er það að vilja skilyrða styrkinn með „lokaprófum á tilskildum tíma"? Og hvers vegna vill Samfylkingin minnka vægi félagslega tillitsins á endurgreiðslutíma námslánanna? Eitt af aðalsmerkjum íslenska námslánakerfisins er félagslegt tillit bæði á námstíma og að námi loknu. Samfylkingin vill líka afnema ábyrgðarmannakerfið og klifar á því að menn hafi vegna þess orðið að hverfa frá námi. Fylgjast menn ekki með breytingum sem gerðar eru á reglum sjóðsins? Í tæp þrjú ár hafa námsmenn getað tryggt lánin sín með bankaábyrgð. Um 5% lánþega hafa valið þá leið. Hverjir eru þá eftir? Gjaldþrota einstaklingur getur fengið námslán ef hann tryggir námslán sitt með tveimur ábyrgðarmönnum. Vill Samfylkingin afnema það fyrirkomulag? Undir forystu Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, hafa náðst fram margvíslegar úrbætur í málefnum LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Yfirveguð forgangsröðun, náið samráð við námsmannahreyfingarnar og víðtæk samstaða hefur einkennt þessar úrbætur. Í stað yfirboða og vanhugsaðra tillagna er það von mín að umræðan um LÍN verði málefnaleg. Höfundur er bæjarstjóri og formaður stjórnar LÍN.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun