Viðskipti innlent

Atlantic Petroelum er hástökkvari dagsins

Stjórn Atlantic við kauphöllina í kaupmannahöfn er félagið var skráð þar í fyrra.
Stjórn Atlantic við kauphöllina í kaupmannahöfn er félagið var skráð þar í fyrra.

Atlantic Petorleum er hástökkvari dagsins í kauphöllinni hér og í Kaupmannahöfn frá því að markaðir opnuðu í morgun.

Atlantic Petroleum er stofnað í Færeyjum árið 1998 en það fékk síðan fyrsta rannsóknarleyfi sitt til olíuleitar innan færeysku efnahagslögsögunnar tveimur árum síðar og hefur unnið þar að olíuleit síðan. Fyrsti olíufundur félagsins varð á þessu svæði árið 2001.

Í júní árið 2005 var félagið skráð í Kauphöll Íslands og í október í fyrra var félagið skráð í kauphöllina í Kaupmannahöfn.

Mikill uppgangur hefur verið hjá félaginu á þessu ári eftir að félagið útvegaði sér leyfi til rannsóknaboranna eftir olíu á hafsvæðinu austur af Írlandi í mars á þessu ári.

Um var að ræða fjögur svæði og hefur félagið nú fundið olíu á einu þeirra, Hook Head-svæðinu. Fram kom í tilkynningu frá félaginu að um sé að ræða olíu af töluverðum gæðum og að hún sé í vinnanlegu magni.

Við þessar fregnir tóku bréf í Atlantic Petroleum mikinn kipp bæði í Kaupmannahöfn þar sem þau hækkuðu um 17% við opnun markaða og hér heima þar sem þau hækkuðu um tæp 14%.

Atlantic Petroleum er það félag í úrvalsvísitölunni sem hækkað hefur mest það sem af er árinu eða um yfir 212%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×