Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hækkaði um 12% í morgun

Atlantic Petroleum hefur staðfest að það hafi fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Bréf í félaginu hækkuðu um tæp 12% við opnun kauphallarinnar hér í morgun. Og um 17% við opnum markaðarins í dönsku kauphöllinni í morgunn.

"Við erum mjög ánægðir með árangurinn úr borholu okkar á svæðinu og getum staðfest að hægt sé að vinna olíu úr því," segir Wilhelm Petersen forstjóri félagsins í tilkynningu um málið í morgunn.

Atlantic Petroleum er einnig skráð í kauphöllinni hér á landi og hefur hækkað mest allra félaga í úrvalsvísitölunni það sem af er árinu eða um tæp 190%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×