Ábyrg stefna í efnahags- og skattamálum 3. mars 2007 05:00 Lítið fer enn fyrir umræðum um efnahagsmál, ríkisfjármál og skatta sem er merkilegt í ljósi þess að kosningar nálgast óðfluga og mikill óstöðugleiki einkennir allt efnahagsumhverfið. Því mætti ætla að eitt helsta umræðuefnið þessa dagana væri hvernig unnt verði, eftir kosningar, að endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Á landsfundi okkar Vinstri grænna var fjallað og ályktað um þessi mál af ábyrgð og raunsæi. Fróðlegt verður að vita hvernig aðrir flokkar bregðast við yfirvegaðri stefnumótun okkar. Vonandi verður sá tónn sem við höfum slegið til þess að ábyrgðarleysi af því tagi sem einkenndi skattalækkunarloforðin og yfirboðin í aðdraganda síðustu alþingiskosninga 2003 endurtaki sig ekki. Okkar áherslur grundvallast á aðgerðum til að endurheimta efnagslegan stöðugleika. Þar gegnir „stóriðjustopp“ lykilhlutverki, bæði til að slá á þensluna og gefa náttúrunni grið. Einnig þarf víðtækar hliðaraðgerðir á grundvelli samstarfs helstu hagsmunaaðila til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum, draga úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun og gefa vinnumarkaðnum færi á að leita jafnvægis. Við í VG teljum ekki þörf á að auka heildarskatttekjur í landinu sem hlutfall af þjóðartekjum og miðum þar við meðaltal áranna 2005-2007. Hins vegar viljum við gera umtalsverðar tilfærslur á skattbyrði og ráðstöfun fjármuna: Í fyrsta lagi styrkja verulega fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Í öðru lagi létta skattbyrði lágtekjufólks og fólks með upp í meðaltekjur með hækkun skattleysismarka. Í þriðja lagi verði lágar fjármagnstekjur (upp að 120 þús. kr.) skattfrjálsar en þeir sem hafa miklar tekjur borgi ívið meira en nú er eða 14% í stað 10%. Einnig viljum við að fólki sem hefur gríðarlegar fjármagnstekjur en telur engar launatekjur fram verði gert að reikna sér endurgjald eða laun eins og sjálfstætt starfandi aðilum í dag. Nánar geta menn lesið sér til um ályktun Vinstri grænna um efnahagsmál, fjármál ríkis og sveitarfélaga og skatta á heimasíðu flokksins www.vg.is Höfundur er alþingismaður og formaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Lítið fer enn fyrir umræðum um efnahagsmál, ríkisfjármál og skatta sem er merkilegt í ljósi þess að kosningar nálgast óðfluga og mikill óstöðugleiki einkennir allt efnahagsumhverfið. Því mætti ætla að eitt helsta umræðuefnið þessa dagana væri hvernig unnt verði, eftir kosningar, að endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Á landsfundi okkar Vinstri grænna var fjallað og ályktað um þessi mál af ábyrgð og raunsæi. Fróðlegt verður að vita hvernig aðrir flokkar bregðast við yfirvegaðri stefnumótun okkar. Vonandi verður sá tónn sem við höfum slegið til þess að ábyrgðarleysi af því tagi sem einkenndi skattalækkunarloforðin og yfirboðin í aðdraganda síðustu alþingiskosninga 2003 endurtaki sig ekki. Okkar áherslur grundvallast á aðgerðum til að endurheimta efnagslegan stöðugleika. Þar gegnir „stóriðjustopp“ lykilhlutverki, bæði til að slá á þensluna og gefa náttúrunni grið. Einnig þarf víðtækar hliðaraðgerðir á grundvelli samstarfs helstu hagsmunaaðila til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum, draga úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun og gefa vinnumarkaðnum færi á að leita jafnvægis. Við í VG teljum ekki þörf á að auka heildarskatttekjur í landinu sem hlutfall af þjóðartekjum og miðum þar við meðaltal áranna 2005-2007. Hins vegar viljum við gera umtalsverðar tilfærslur á skattbyrði og ráðstöfun fjármuna: Í fyrsta lagi styrkja verulega fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Í öðru lagi létta skattbyrði lágtekjufólks og fólks með upp í meðaltekjur með hækkun skattleysismarka. Í þriðja lagi verði lágar fjármagnstekjur (upp að 120 þús. kr.) skattfrjálsar en þeir sem hafa miklar tekjur borgi ívið meira en nú er eða 14% í stað 10%. Einnig viljum við að fólki sem hefur gríðarlegar fjármagnstekjur en telur engar launatekjur fram verði gert að reikna sér endurgjald eða laun eins og sjálfstætt starfandi aðilum í dag. Nánar geta menn lesið sér til um ályktun Vinstri grænna um efnahagsmál, fjármál ríkis og sveitarfélaga og skatta á heimasíðu flokksins www.vg.is Höfundur er alþingismaður og formaður VG.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar