Raunsætt frjálslyndi Sigurjón Þórðarson skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Varla er hægt að ímynda sér ömurlegra hlutskipti en að verða þræll fíkniefna og mikið hlýtur sú sálarangist að vera sár og slítandi að eiga barn í slíkri ánauð. Sem betur fer þekkja fæst okkar þann hrylling af eigin raun og vissulega eiga fórnarlömbin alla okkar samúð. Skipulagðri glæpastarfsemi sem miðar að því að hlekkja fjölda ungmenna við eitur má að sjálfsögðu jafna við hryðjuverk. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi litið á það sem skyldu sína að berjast af alefli gegn þessari vá. Ég þakka Davíð Þór Jónssyni, fyrrum ritstjóra, fyrir að vekja athygli á þessu í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins þann 18. febrúar sl. Ég treysti því að Davíð sé í meginatriðum sammála okkur í Frjálslynda flokknum í þessu efni. Að vísu gætir dálítillar ónákvæmni hjá honum um stefnu Frjálslynda flokksins sem greinilega stafar af misskilningi. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga og vilja rétta þeim og aðstandendum þeirra hjálparhönd með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Í greininni fordæmdi Davíð Þór Jónsson enn fremur meinta refsigleði frjálslyndra og taldi þá vilja þyngja dóma. Frjálslyndir eru sammála Davíð í því að þyngri dómar hafa ekki skilað neinum árangri í baráttu við fíkniefni, þess vegna hafa þeir aldrei lagt til þyngri refsingar í þeim málaflokki. Misskilningur Davíðs liggur greinilega í því að Frjálslyndi flokkurinn vill efla forvarnir gegn fíkniefnum, vill t.d. að gengið verði úr skugga um sakaferil manna sem hingað koma til lengri dvalar. Aðrar þjóðir fara fram á slíkar upplýsingar. Reynsla okkar Íslendinga er á þann veg að þessa gerist þörf hér líka, því miður. Að lokum fagna ég því að Davíð Þór Jónsson skuli sýna málflutningi frjálslyndra áhuga og hvet hann eindregið til að halda áfram að kynna sér stefnu flokksins. Geri hann það vænti ég þess að hann muni verða skeleggur talsmaður flokksins. Höfundur er alþingismaður. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Varla er hægt að ímynda sér ömurlegra hlutskipti en að verða þræll fíkniefna og mikið hlýtur sú sálarangist að vera sár og slítandi að eiga barn í slíkri ánauð. Sem betur fer þekkja fæst okkar þann hrylling af eigin raun og vissulega eiga fórnarlömbin alla okkar samúð. Skipulagðri glæpastarfsemi sem miðar að því að hlekkja fjölda ungmenna við eitur má að sjálfsögðu jafna við hryðjuverk. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi litið á það sem skyldu sína að berjast af alefli gegn þessari vá. Ég þakka Davíð Þór Jónssyni, fyrrum ritstjóra, fyrir að vekja athygli á þessu í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins þann 18. febrúar sl. Ég treysti því að Davíð sé í meginatriðum sammála okkur í Frjálslynda flokknum í þessu efni. Að vísu gætir dálítillar ónákvæmni hjá honum um stefnu Frjálslynda flokksins sem greinilega stafar af misskilningi. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga og vilja rétta þeim og aðstandendum þeirra hjálparhönd með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Í greininni fordæmdi Davíð Þór Jónsson enn fremur meinta refsigleði frjálslyndra og taldi þá vilja þyngja dóma. Frjálslyndir eru sammála Davíð í því að þyngri dómar hafa ekki skilað neinum árangri í baráttu við fíkniefni, þess vegna hafa þeir aldrei lagt til þyngri refsingar í þeim málaflokki. Misskilningur Davíðs liggur greinilega í því að Frjálslyndi flokkurinn vill efla forvarnir gegn fíkniefnum, vill t.d. að gengið verði úr skugga um sakaferil manna sem hingað koma til lengri dvalar. Aðrar þjóðir fara fram á slíkar upplýsingar. Reynsla okkar Íslendinga er á þann veg að þessa gerist þörf hér líka, því miður. Að lokum fagna ég því að Davíð Þór Jónsson skuli sýna málflutningi frjálslyndra áhuga og hvet hann eindregið til að halda áfram að kynna sér stefnu flokksins. Geri hann það vænti ég þess að hann muni verða skeleggur talsmaður flokksins. Höfundur er alþingismaður. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar