Viðskipti erlent

Færri tóku tappann úr flöskunni

barmafullt glas af guinness. Áfengisframleiðandinn Diageo, sem meðal annars framleiðir Guinness-bjórinn, segir hlýindi í Evrópu hafa dregið úr bjórdrykkju í  fyrra.
barmafullt glas af guinness. Áfengisframleiðandinn Diageo, sem meðal annars framleiðir Guinness-bjórinn, segir hlýindi í Evrópu hafa dregið úr bjórdrykkju í fyrra.

Áfengisdrykkjaframleiðandinn Diageo skilaði 1,3 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 172 milljarða íslenskra króna, sem er öllu betri niðurstaða en stjórnendur fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir. Svo svartsýnir voru þeir að tilefni þótti til að senda neikvæða afkomuviðvörun frá fyrirtækinu vegna hugsanlegs samdráttar í sölu á áfengum drykkjum í fyrra.

Diageo er einn stærsti áfengisframleiðandi í heimi en af færibandi fyrirtækisins renna drykkir á borð við Smirnoff vodka, Johnnie Walker viskí, Gordon’s gin og Guinness bjór.

Sala á Guinness dróst nokkuð saman í Evrópu vegna hlýinda en mesti samdráttur var á Írlandi. Salan jókst hins vegar í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og í Asíu.

Nick Rose, fjármálastjóri Diageo, segir í samtali við fréttastofu Reuters að sala á Johnnie Walker hafi aukist um þrettán prósent í fyrra en það ýtti undir meðaltalssöluna og dregið úr áhrifum samdráttar í sölu annarra drykkja. Heildarsamdrátturinn nam þó sjö prósentum, að hans sögn. Rose útilokar hins vegar ekki að samkeppnin verði hörð á þessu ári auk þess sem útilit sé fyrir að dragi úr drykkju í framtíðinni, ekki síst í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×