Að greinast með ADHD 15. febrúar 2007 05:00 Síðastliðið haust hefur verið skrifað margt um skólamál í dagblöðum og öðrum ritum. Þar á meðal hefur verið rætt um hversu greiningar á börnum séu óþarfar vegna þess að kennarar barnanna viti hvort eð er hvað sé að og með kolrangri nálgun. Úrræðaleysi og uppgjöf vegna þess að það væri undir sérfræðingunum komið, sem greina börnin hvert framhaldið yrði fyrir þessi börn sem greindust með ADHD. Rannsókn sem var gerð fyrir Menntasviðið í Reykjavík af Ingvari Sigurgeirssyni, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, og Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra hjá Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands, sýndi fram á að gott samstarf einkenndu bestu skólana. En hefur verið lagt mat á samstarf við foreldra ADHD-barna? Hvernig er hægt að leita úrlausna þegar ekki er vitað hvert er vandamálið? Eru kennarar og aðrir starfsmenn hæfir, sem vinna með börn með raskanir á borð við félagsfælni, ADHD, þunglyndi eða kvíðaraskanir, til að meta hegðun barnanna og vinna með barnið út frá því án viðurkennds greiningamats sem er framkvæmt af sérfræðingum sem hafa sérhæft sig í viðkomandi röskun? Mér finnst að fjölskyldu minni vegið, en við erum öll með ADHD, miðað við hvaða farveg umræðan hefur tekið því lausnin liggur ekki alltaf í að sérfræðingarnir segi okkur hvað eigi að gera þótt þeir framkvæmi greiningarnar því þær eru nauðsynlegar. Um leið og greining liggur fyrir þá breytist oft viðhorf fólks til sjálfs síns og það fer að sjá sjálft sig í nýju ljósi og allt þess gildismat breytist. Það gefur einstaklingunum aðra möguleika að kynnast sér á þann hátt sem þeir eiga skilið, af umburðarlyndi og kærleik ekki af dómhörku sem þeir hafa alist upp við kannski í mörg ár. Röskunin kemur sterkast fram í hegðun sem er ekki viðurkennd af umhverfinu þegar það er pressað á að ADHD-einstaklingarnir fari sömu leið og aðrir í námsferlinu en heilinn ræður ekki við það. Pressan veldur því að athyglin brestur við að uppfylla kröfurnar frá umhverfinu og jafnaðargeð einstaklingsins fer úr jafnvægi því álagið er of mikið. Líkaminn fer á ið því að einstaklingurinn getur ekki einbeitt sér ef hann situr kyrr. Skynfærin þurfa örvun t.d. tónlist við verkefnavinnu, til að heilinn nái að vinna úr efninu, en það er einstaklingsbundið hvað það er sem örvar. Það getur heft námið með því að taka ekki tillit til þess. Það má ekki gleyma því að ADHD-barn er alveg hæft til að meta við hvaða aðstæður það lærir best því það er nefnilega ekki ónýt vara heldur hæfileikaríkur og flottur einstaklingur. Það ferli getur tekið tíma og krefst mikillar þolinmæði að kynnast sjálfum sér og einkennum sem koma fram en það eykur svo sjálfstraust og vellíðan. ADD Coaching Academy í New York þar sem ég er í námi að læra ADHD Coaching leggur höfuð-áherslu á að hæfileikar og styrkleikar ADHD-einstaklinganna fái að njóta sín og hætt verði að einblína á það sem þeir geta ekki. Fjölbreytni í skólastarfi, með fleiri námsleiðir í boði heldur en tíðkast í dag, gerir einstaklingunum mögulegt að sækja það nám sem hentar þeim og þar sem styrkleikar þeirra fá að njóta sín frá upphafi því það er undirstaða þess að þeim vegni vel í námi. Einkennin sem áður hefðu truflað kennslu gætu reynst ómetanlegur hæfileiki líkt og Ned Hallowell orðar svo flott: „Creativity is impulsivity gone right" - eða hvatvísi er forsenda sköpunargáfu. Þegar horft er út frá því að ógreind börn með ADHD eru oft ekki umborin vegna hegðunarinnar og er þá talað um að agavandamál sé komið upp og þau eigi að læra að hlýða með löngu úreltum aðferðum sem er löngu tímabært að endurskoða og henda jafnvel út. Vanþekking og skilningsleysi á hvað hindrar athyglina hjálpar ekki ADHD-börnum og unglingum að sættast við sjálf sig og takast á við þau vandamál sem koma upp. Hver er ávinningurinn af úreltum kennsluaðferðum sem miðast við að sitja kyrr allan daginn og steypa alla í sama mót þegar það er hægt að gera svo margt sem eflir einstaklinga með ADHD og þeir gætu gefið samfélaginu til baka í staðinn? Sjáið bara Dorrit Moussaieff forsetafrú hversu langt hún hefur náð þrátt fyrir lesblindu, einbeitingarörðugleika og hvatvísi? Væri það ekki frábært að sjá ADHD-börnin okkar ná markmiðum sínum og upplifa það sem þau dreymir um? Höfundur er ADHD-coach og leikskólakennari. Email Kristjönu er: adhdcoach@simnet.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust hefur verið skrifað margt um skólamál í dagblöðum og öðrum ritum. Þar á meðal hefur verið rætt um hversu greiningar á börnum séu óþarfar vegna þess að kennarar barnanna viti hvort eð er hvað sé að og með kolrangri nálgun. Úrræðaleysi og uppgjöf vegna þess að það væri undir sérfræðingunum komið, sem greina börnin hvert framhaldið yrði fyrir þessi börn sem greindust með ADHD. Rannsókn sem var gerð fyrir Menntasviðið í Reykjavík af Ingvari Sigurgeirssyni, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, og Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra hjá Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands, sýndi fram á að gott samstarf einkenndu bestu skólana. En hefur verið lagt mat á samstarf við foreldra ADHD-barna? Hvernig er hægt að leita úrlausna þegar ekki er vitað hvert er vandamálið? Eru kennarar og aðrir starfsmenn hæfir, sem vinna með börn með raskanir á borð við félagsfælni, ADHD, þunglyndi eða kvíðaraskanir, til að meta hegðun barnanna og vinna með barnið út frá því án viðurkennds greiningamats sem er framkvæmt af sérfræðingum sem hafa sérhæft sig í viðkomandi röskun? Mér finnst að fjölskyldu minni vegið, en við erum öll með ADHD, miðað við hvaða farveg umræðan hefur tekið því lausnin liggur ekki alltaf í að sérfræðingarnir segi okkur hvað eigi að gera þótt þeir framkvæmi greiningarnar því þær eru nauðsynlegar. Um leið og greining liggur fyrir þá breytist oft viðhorf fólks til sjálfs síns og það fer að sjá sjálft sig í nýju ljósi og allt þess gildismat breytist. Það gefur einstaklingunum aðra möguleika að kynnast sér á þann hátt sem þeir eiga skilið, af umburðarlyndi og kærleik ekki af dómhörku sem þeir hafa alist upp við kannski í mörg ár. Röskunin kemur sterkast fram í hegðun sem er ekki viðurkennd af umhverfinu þegar það er pressað á að ADHD-einstaklingarnir fari sömu leið og aðrir í námsferlinu en heilinn ræður ekki við það. Pressan veldur því að athyglin brestur við að uppfylla kröfurnar frá umhverfinu og jafnaðargeð einstaklingsins fer úr jafnvægi því álagið er of mikið. Líkaminn fer á ið því að einstaklingurinn getur ekki einbeitt sér ef hann situr kyrr. Skynfærin þurfa örvun t.d. tónlist við verkefnavinnu, til að heilinn nái að vinna úr efninu, en það er einstaklingsbundið hvað það er sem örvar. Það getur heft námið með því að taka ekki tillit til þess. Það má ekki gleyma því að ADHD-barn er alveg hæft til að meta við hvaða aðstæður það lærir best því það er nefnilega ekki ónýt vara heldur hæfileikaríkur og flottur einstaklingur. Það ferli getur tekið tíma og krefst mikillar þolinmæði að kynnast sjálfum sér og einkennum sem koma fram en það eykur svo sjálfstraust og vellíðan. ADD Coaching Academy í New York þar sem ég er í námi að læra ADHD Coaching leggur höfuð-áherslu á að hæfileikar og styrkleikar ADHD-einstaklinganna fái að njóta sín og hætt verði að einblína á það sem þeir geta ekki. Fjölbreytni í skólastarfi, með fleiri námsleiðir í boði heldur en tíðkast í dag, gerir einstaklingunum mögulegt að sækja það nám sem hentar þeim og þar sem styrkleikar þeirra fá að njóta sín frá upphafi því það er undirstaða þess að þeim vegni vel í námi. Einkennin sem áður hefðu truflað kennslu gætu reynst ómetanlegur hæfileiki líkt og Ned Hallowell orðar svo flott: „Creativity is impulsivity gone right" - eða hvatvísi er forsenda sköpunargáfu. Þegar horft er út frá því að ógreind börn með ADHD eru oft ekki umborin vegna hegðunarinnar og er þá talað um að agavandamál sé komið upp og þau eigi að læra að hlýða með löngu úreltum aðferðum sem er löngu tímabært að endurskoða og henda jafnvel út. Vanþekking og skilningsleysi á hvað hindrar athyglina hjálpar ekki ADHD-börnum og unglingum að sættast við sjálf sig og takast á við þau vandamál sem koma upp. Hver er ávinningurinn af úreltum kennsluaðferðum sem miðast við að sitja kyrr allan daginn og steypa alla í sama mót þegar það er hægt að gera svo margt sem eflir einstaklinga með ADHD og þeir gætu gefið samfélaginu til baka í staðinn? Sjáið bara Dorrit Moussaieff forsetafrú hversu langt hún hefur náð þrátt fyrir lesblindu, einbeitingarörðugleika og hvatvísi? Væri það ekki frábært að sjá ADHD-börnin okkar ná markmiðum sínum og upplifa það sem þau dreymir um? Höfundur er ADHD-coach og leikskólakennari. Email Kristjönu er: adhdcoach@simnet.is
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar