Stofnfundur Íbúasamtaka Háaleitis norður 15. febrúar 2007 04:45 Undirbúningshópur að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður, stendur fyrir borgarafundi fimmtudaginn 15. febrúar í samkomusal Álftamýrarskóla og hefst hann kl. 17. Íbúar við Álftamýri, Fellsmúla, Háaleitisbraut (norðan Miklubrautar), Safamýri og Starmýri eru boðaðir á fundinn. Tilgangur íbúasamtaka er m.a. að virka sem augu og eyru nærsamfélagsins, stuðla að samhug og samkennd íbúa, vera samstarfsvettvangur og vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa. Enn fremur að standa vörð um hagsmuni íbúa gagnvart opinberum aðilum, stjórnmálamönnum og embættismönnum og færa rök fyrir máli íbúa í fjölmiðlum. Í stuttu máli má segja að íbúasamtök berjist fyrir framgangi góðra verka sem stuðla að bættu mannlífi og betri lífsgæðum íbúa. Að mati okkar í undirbúningshópnum eru fjölmörg rök sem styðja það að íbúar Háaleitishverfis norðan Miklubrautar taki höndum saman í íbúasamtökum. Íbúar í mörgum hverfum borgarinnar hafa þegar stofnað íbúasamtök af þessu tagi og reynslan sýnir að þar er best haldið á sameiginlegum hagsmunamálum íbúanna í umræðunni og þegar mikið liggur við. Í þessu tilviki gildir frekar samtakamátturinn en máttur einstaklingsins þótt mikilvægur sé. Í aðdraganda að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður höfum við mörg hver reynt þetta á eigin skinni á undanförnu ári og árum. Upphaf að stofnun íbúasamtaka Háaleitis norður má rekja til þess að fyrir um ári síðan rituðu foreldraráð Álftamýrarskóla og foreldrafélög leikskólanna Álftaborgar og Múlaborgar þáverandi borgarstjóra bréf þar sem vakin var athygli hans á því ófremdarástandi í umferðaröryggismálum sem foreldrar, leikskóla- og grunnskólabörn þyrftu að búa á og við Háaleitisbraut, milli Fellsmúla og Ármúla. Áður höfðu einstakir íbúar í hverfinu haldið hinu sama fram við forvígismenn borgarinnar en án þess að nokkuð væri þar úr bætt. Skemmst er frá því að segja að foreldraráð og foreldrafélögin hafa unnið ákveðinn áfangasigur, því um þessar mundir er unnið að uppsetningu gangbrautarljósa og hraðahindrunar ofarlega á Háaleitisbraut. Að okkar mati er hér þó aðeins um að ræða eitt atriði af mörgum sem þarf að koma í rétt horf svo að viðunandi sé fyrir börnin í hverfinu. Umferð um Háaleitisbraut einkennist af miklum umferðarþunga og tíðum hraðakstri en um götuna fara þrettán þúsund bílar á sólarhring og íbúar verða daglega vitni að akstri ökumanna sem aka á eða yfir hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Á því ári sem barátta foreldraráðsins og foreldrafélaganna hefur staðið hefur í tvígang verið ekið á börn á Háaleitisbraut. Áður hafa orðið alvarleg umferðarslys á börnum við götuna og þar af dauðaslys. Háaleitisbrautin er ekki eina íbúagatan í hverfinu sem þarf að huga að í þessu efni því líkt er farið með henni og Fellsmúla sem liggur á milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar. Ekki síður alvarlegt er að þessum mikla umferðarþunga fylgir svifryks-, ryk- og hljóðmengun. Þá má í þessu sambandi benda á að miklar umferðargötur liggja umhverfis Háaleitishverfið þar sem eru Grensásvegur, Miklabraut, Kringlumýrarbraut og Suðurlandsbraut. Nýlega voru í fréttum niðurstöður læknisfræðilegrar rannsóknar sem sýndi að sterk tengsl eru á milli loftmengunar frá hraðbrautum og langtíma lungnaskaða í börnum. Óþarfi er að minna á að í nágrenni við Miklubraut eru staðsettir nokkrir skólar og leikskólar og þar á meðal eru Álftamýrarskóli og Álftaborg. Þá sækja börn hverfisins þjónustu og íþróttaiðkun í frístundaheimilið Tónabæ og til íþróttafélagsins Fram sem bæði eru staðsett í mikilli nálægð við Miklubraut. Reyndar er Háaleitishverfið ekki eina hverfi borgarinnar þar sem miklar umferðargötur eru í næsta nágrenni við menntastofnanir og frístundastarfsemi. Það er ekki síst vegna umhverfis-, skipulags- og umferðarmála að við teljum brýnt að íbúar Háaleitishverfis stofni með sér öflugt hagsmunafélag en búast má við að þessi mál verði fyrirferðamikil í starfi stjórnar Íbúasamtaka Háaleitis norður, þar til úr hefur ræst. Það er gott að búa í Háaleitishverfi sem er vel staðsett í borgarsamfélaginu og gróið hverfi. Íbúar búa að góðum leikskólum, vel metnum grunnskóla, fjölbreytilegri starfsemi í Tónabæ og mikilsmetnu starfi íþróttafélagsins Fram. Þrátt fyrir þetta er löngu kominn tími til að íbúar hverfisins stofni með sér hagsmunasamtök sem eru í stakk búin að vinna að bættum lífsgæðum. Því langar okkur, sem unnið höfum að undirbúningi að stofnun félagsins, að hvetja íbúa Háaleitishverfis norðan Miklubrautar til að mæta á stofnfund Íbúasamtaka Háaleitis norður. Fundurinn verður fimmtudaginn 15. febrúar í samkomusal Álftamýrarskóla og hefst kl. 17. Fyrir hönd Undirbúningshóps að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður; Birgir Björnsson, Hlíf Ísaksdóttir og Valgerður Solveig Pálsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirbúningshópur að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður, stendur fyrir borgarafundi fimmtudaginn 15. febrúar í samkomusal Álftamýrarskóla og hefst hann kl. 17. Íbúar við Álftamýri, Fellsmúla, Háaleitisbraut (norðan Miklubrautar), Safamýri og Starmýri eru boðaðir á fundinn. Tilgangur íbúasamtaka er m.a. að virka sem augu og eyru nærsamfélagsins, stuðla að samhug og samkennd íbúa, vera samstarfsvettvangur og vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa. Enn fremur að standa vörð um hagsmuni íbúa gagnvart opinberum aðilum, stjórnmálamönnum og embættismönnum og færa rök fyrir máli íbúa í fjölmiðlum. Í stuttu máli má segja að íbúasamtök berjist fyrir framgangi góðra verka sem stuðla að bættu mannlífi og betri lífsgæðum íbúa. Að mati okkar í undirbúningshópnum eru fjölmörg rök sem styðja það að íbúar Háaleitishverfis norðan Miklubrautar taki höndum saman í íbúasamtökum. Íbúar í mörgum hverfum borgarinnar hafa þegar stofnað íbúasamtök af þessu tagi og reynslan sýnir að þar er best haldið á sameiginlegum hagsmunamálum íbúanna í umræðunni og þegar mikið liggur við. Í þessu tilviki gildir frekar samtakamátturinn en máttur einstaklingsins þótt mikilvægur sé. Í aðdraganda að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður höfum við mörg hver reynt þetta á eigin skinni á undanförnu ári og árum. Upphaf að stofnun íbúasamtaka Háaleitis norður má rekja til þess að fyrir um ári síðan rituðu foreldraráð Álftamýrarskóla og foreldrafélög leikskólanna Álftaborgar og Múlaborgar þáverandi borgarstjóra bréf þar sem vakin var athygli hans á því ófremdarástandi í umferðaröryggismálum sem foreldrar, leikskóla- og grunnskólabörn þyrftu að búa á og við Háaleitisbraut, milli Fellsmúla og Ármúla. Áður höfðu einstakir íbúar í hverfinu haldið hinu sama fram við forvígismenn borgarinnar en án þess að nokkuð væri þar úr bætt. Skemmst er frá því að segja að foreldraráð og foreldrafélögin hafa unnið ákveðinn áfangasigur, því um þessar mundir er unnið að uppsetningu gangbrautarljósa og hraðahindrunar ofarlega á Háaleitisbraut. Að okkar mati er hér þó aðeins um að ræða eitt atriði af mörgum sem þarf að koma í rétt horf svo að viðunandi sé fyrir börnin í hverfinu. Umferð um Háaleitisbraut einkennist af miklum umferðarþunga og tíðum hraðakstri en um götuna fara þrettán þúsund bílar á sólarhring og íbúar verða daglega vitni að akstri ökumanna sem aka á eða yfir hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Á því ári sem barátta foreldraráðsins og foreldrafélaganna hefur staðið hefur í tvígang verið ekið á börn á Háaleitisbraut. Áður hafa orðið alvarleg umferðarslys á börnum við götuna og þar af dauðaslys. Háaleitisbrautin er ekki eina íbúagatan í hverfinu sem þarf að huga að í þessu efni því líkt er farið með henni og Fellsmúla sem liggur á milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar. Ekki síður alvarlegt er að þessum mikla umferðarþunga fylgir svifryks-, ryk- og hljóðmengun. Þá má í þessu sambandi benda á að miklar umferðargötur liggja umhverfis Háaleitishverfið þar sem eru Grensásvegur, Miklabraut, Kringlumýrarbraut og Suðurlandsbraut. Nýlega voru í fréttum niðurstöður læknisfræðilegrar rannsóknar sem sýndi að sterk tengsl eru á milli loftmengunar frá hraðbrautum og langtíma lungnaskaða í börnum. Óþarfi er að minna á að í nágrenni við Miklubraut eru staðsettir nokkrir skólar og leikskólar og þar á meðal eru Álftamýrarskóli og Álftaborg. Þá sækja börn hverfisins þjónustu og íþróttaiðkun í frístundaheimilið Tónabæ og til íþróttafélagsins Fram sem bæði eru staðsett í mikilli nálægð við Miklubraut. Reyndar er Háaleitishverfið ekki eina hverfi borgarinnar þar sem miklar umferðargötur eru í næsta nágrenni við menntastofnanir og frístundastarfsemi. Það er ekki síst vegna umhverfis-, skipulags- og umferðarmála að við teljum brýnt að íbúar Háaleitishverfis stofni með sér öflugt hagsmunafélag en búast má við að þessi mál verði fyrirferðamikil í starfi stjórnar Íbúasamtaka Háaleitis norður, þar til úr hefur ræst. Það er gott að búa í Háaleitishverfi sem er vel staðsett í borgarsamfélaginu og gróið hverfi. Íbúar búa að góðum leikskólum, vel metnum grunnskóla, fjölbreytilegri starfsemi í Tónabæ og mikilsmetnu starfi íþróttafélagsins Fram. Þrátt fyrir þetta er löngu kominn tími til að íbúar hverfisins stofni með sér hagsmunasamtök sem eru í stakk búin að vinna að bættum lífsgæðum. Því langar okkur, sem unnið höfum að undirbúningi að stofnun félagsins, að hvetja íbúa Háaleitishverfis norðan Miklubrautar til að mæta á stofnfund Íbúasamtaka Háaleitis norður. Fundurinn verður fimmtudaginn 15. febrúar í samkomusal Álftamýrarskóla og hefst kl. 17. Fyrir hönd Undirbúningshóps að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður; Birgir Björnsson, Hlíf Ísaksdóttir og Valgerður Solveig Pálsdóttir.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun