Bréf til borgarstjóra vegna listformsins graffiti 7. febrúar 2007 05:00 Í vor átti ég fund með fyrrverandi menningarfulltrúa Reykjavíkurborgar um stöðu graffiti-menningar í Reykjavík og afstöðu Reykjavíkurborgar til hennar. Þá fór ég yfir þróunina sem hefur verið að eiga sér stað í graffiti, aðgerðir borgarinnar o.fl. Að lokum kom ég með tillögur að aðgerðum sem ég tel að muni auðga graffiti sem listform og draga úr veggjaskrifum sem valda óánægju borgarbúa. Graffiti á ÍslandiUndanfarin 15 ár eða svo hefur menning í kringum graffiti verið í stöðugri mótun á Íslandi. Á þessum stutta tíma hafa einföld veggjaskrif með pennum þróast yfir í háþróað listform sem stundað er af sífellt fleiri einstaklingum.Yfirvöldum yfirsást þessi stórkostlega þróun listformsins og einblíndu á veggjaskrif og óvönduð uppköst. Í stað þess að leitast við að fræða var farin þveröfug leið sem fólst í að eyða burt ummerkjum listformsins graffiti. Sumarstarfsmenn máluðu yfir allt sem virtist koma frá úðabrúsum eða pennum og var miklum fjármunum varið í þessar aðgerðir. Nú er búið að keyra strangara kerfi af stað sem snýst um að þyngja refsingar og sekta þá sem gripnir eru með úðabrúsa.Beita á svokallaðri „engin miskunn”-aðferð sem mistekst alls staðar sem hún er reynd nema stöðugt meira fjármagni sé varið í hreinsun og yfirmálun frá ári til árs.Sú þróun sem hefur átt sér stað í graffiti á þessu ári er alveg nákvæmlega sú sem ég spáði fyrir á fundi mínum við borgarfulltrúa í vor, þ.e. að graffiti myndi verða mun sýnilegara og ágengara, og að tilraunir borgaryfirvalda til að útiloka graffiti væru ekki mjög líklegar til að skila árangri.Það er gefið mál, að mínu mati, að þar sem engin fræðsla er til staðar og enginn opinber stuðningur eða aðhald fæst myndast bæði ringulreið og mikil andspyrna.Jákvæðar hliðar graffiti-menningarÞó svo að eðli graffiti sé að vera mjög ótamið og frjálst, sem erfitt er að temja og móta, er möguleiki til staðar til að beita ákveðnum áherslum og þróa menninguna sem listform. Iðkendur graffiti-listar tileinka sér nánast undantekningarlaust starfsvettvang á sviði hönnunar eða sjónlista.Í dag eru t.d. starfandi yfir 30 grafískir hönnuðir, fatahönnuðir, ljósmyndarar og listamenn með grunn í graffiti og mun fleiri eru nú að mennta sig í þessum starfsgreinum. Þetta munstur er engan veginn bundið við Ísland því alls staðar í heimi lista og tísku eru áhrif og straumar frá graffiti-list að ná miklum vinsældum. Ástæðan fyrir því er sú að í graffiti eru litafræði, formfræði, leturfræði, myndbygging og stíll gríðarlega mikilvæg þótt fæstir átti sig almennilega á því. Listmálarar og hönnuðir af gamla skólanum standa grænir af öfund yfir þessari gríðarlegu innsýn sem virðist koma náttúrulega hjá þeim sem iðkað hafa úðabrúsalistina.Hvað er hægt að gera?Nú eru nokkrir mánuðir til vors, sem er mjög góður tími til að leggja grunninn að átaki fyrir næsta sumar. Hluti af því fjármagni sem búið er að gera ráð fyrir til þrifa, löggæslukostnaðar, málunar og annars vegna baráttu gegn graffiti gæti beinst inn á nýjar brautir til að nýta hæfileikana sem birtast á veggjum borgar og bæja.Til að byrja með væri hægt að opna nýtt löglegt svæði fyrir graffiti sem gæti verið hálfgerður lystigarður fyrir almenning sem endurnýjar sig sjálkrafa, borgarbúum að kostnaðarlausu. Þar væri hægt að stofnsetja átak formlega og keyra í gang fræðslu auk þess að fjarlægja veggjakrot og spreyjuð uppköst á einkaeignum. Heimasíðan Hiphop.is myndi opna sérsíðu tileinkaða átakinu og væru fræðslufundir, viðburðir og annað kynnt þar. Listaverkauppboð á strigaverkum eftir graffiti-listamenn yrðu seld á uppboði til styrktar góðum málefnum.Yfir sumartímann væri hópur starfræktur sem skipulegði og málaði veggskreytingar á löglega veggi með jákvæðum skilaboðum. Listasýningar yrðu einnig haldnar yfir sumartímann með formlegum hætti þar sem t.d. listaverk, fatnaður og ýmis hönnunarverk yrðu til sýnis. Ekkert skortir nema viljann til að nýta þá miklu orku, innsýn og listsköpun sem birtist í graffiti-forminu og er núna sóað í kostnaðarsama eltingaleiki út um allan bæ. Graffiti verður ekki tamið að fullu frekar en ólgandi stórfljót, en orku hennar er sjálfsagt að reyna virkja til góðra verka.Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu TFA; Tími fyrir aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í vor átti ég fund með fyrrverandi menningarfulltrúa Reykjavíkurborgar um stöðu graffiti-menningar í Reykjavík og afstöðu Reykjavíkurborgar til hennar. Þá fór ég yfir þróunina sem hefur verið að eiga sér stað í graffiti, aðgerðir borgarinnar o.fl. Að lokum kom ég með tillögur að aðgerðum sem ég tel að muni auðga graffiti sem listform og draga úr veggjaskrifum sem valda óánægju borgarbúa. Graffiti á ÍslandiUndanfarin 15 ár eða svo hefur menning í kringum graffiti verið í stöðugri mótun á Íslandi. Á þessum stutta tíma hafa einföld veggjaskrif með pennum þróast yfir í háþróað listform sem stundað er af sífellt fleiri einstaklingum.Yfirvöldum yfirsást þessi stórkostlega þróun listformsins og einblíndu á veggjaskrif og óvönduð uppköst. Í stað þess að leitast við að fræða var farin þveröfug leið sem fólst í að eyða burt ummerkjum listformsins graffiti. Sumarstarfsmenn máluðu yfir allt sem virtist koma frá úðabrúsum eða pennum og var miklum fjármunum varið í þessar aðgerðir. Nú er búið að keyra strangara kerfi af stað sem snýst um að þyngja refsingar og sekta þá sem gripnir eru með úðabrúsa.Beita á svokallaðri „engin miskunn”-aðferð sem mistekst alls staðar sem hún er reynd nema stöðugt meira fjármagni sé varið í hreinsun og yfirmálun frá ári til árs.Sú þróun sem hefur átt sér stað í graffiti á þessu ári er alveg nákvæmlega sú sem ég spáði fyrir á fundi mínum við borgarfulltrúa í vor, þ.e. að graffiti myndi verða mun sýnilegara og ágengara, og að tilraunir borgaryfirvalda til að útiloka graffiti væru ekki mjög líklegar til að skila árangri.Það er gefið mál, að mínu mati, að þar sem engin fræðsla er til staðar og enginn opinber stuðningur eða aðhald fæst myndast bæði ringulreið og mikil andspyrna.Jákvæðar hliðar graffiti-menningarÞó svo að eðli graffiti sé að vera mjög ótamið og frjálst, sem erfitt er að temja og móta, er möguleiki til staðar til að beita ákveðnum áherslum og þróa menninguna sem listform. Iðkendur graffiti-listar tileinka sér nánast undantekningarlaust starfsvettvang á sviði hönnunar eða sjónlista.Í dag eru t.d. starfandi yfir 30 grafískir hönnuðir, fatahönnuðir, ljósmyndarar og listamenn með grunn í graffiti og mun fleiri eru nú að mennta sig í þessum starfsgreinum. Þetta munstur er engan veginn bundið við Ísland því alls staðar í heimi lista og tísku eru áhrif og straumar frá graffiti-list að ná miklum vinsældum. Ástæðan fyrir því er sú að í graffiti eru litafræði, formfræði, leturfræði, myndbygging og stíll gríðarlega mikilvæg þótt fæstir átti sig almennilega á því. Listmálarar og hönnuðir af gamla skólanum standa grænir af öfund yfir þessari gríðarlegu innsýn sem virðist koma náttúrulega hjá þeim sem iðkað hafa úðabrúsalistina.Hvað er hægt að gera?Nú eru nokkrir mánuðir til vors, sem er mjög góður tími til að leggja grunninn að átaki fyrir næsta sumar. Hluti af því fjármagni sem búið er að gera ráð fyrir til þrifa, löggæslukostnaðar, málunar og annars vegna baráttu gegn graffiti gæti beinst inn á nýjar brautir til að nýta hæfileikana sem birtast á veggjum borgar og bæja.Til að byrja með væri hægt að opna nýtt löglegt svæði fyrir graffiti sem gæti verið hálfgerður lystigarður fyrir almenning sem endurnýjar sig sjálkrafa, borgarbúum að kostnaðarlausu. Þar væri hægt að stofnsetja átak formlega og keyra í gang fræðslu auk þess að fjarlægja veggjakrot og spreyjuð uppköst á einkaeignum. Heimasíðan Hiphop.is myndi opna sérsíðu tileinkaða átakinu og væru fræðslufundir, viðburðir og annað kynnt þar. Listaverkauppboð á strigaverkum eftir graffiti-listamenn yrðu seld á uppboði til styrktar góðum málefnum.Yfir sumartímann væri hópur starfræktur sem skipulegði og málaði veggskreytingar á löglega veggi með jákvæðum skilaboðum. Listasýningar yrðu einnig haldnar yfir sumartímann með formlegum hætti þar sem t.d. listaverk, fatnaður og ýmis hönnunarverk yrðu til sýnis. Ekkert skortir nema viljann til að nýta þá miklu orku, innsýn og listsköpun sem birtist í graffiti-forminu og er núna sóað í kostnaðarsama eltingaleiki út um allan bæ. Graffiti verður ekki tamið að fullu frekar en ólgandi stórfljót, en orku hennar er sjálfsagt að reyna virkja til góðra verka.Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu TFA; Tími fyrir aðgerðir.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun