Skýrari stefnu um innflytjendamál fyrir kosningar í vor Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2007 00:01 Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun