Viðskipti innlent

Góð ávöxtunhjá Almenna

Allar ávöxtunarleiðir Almenna lífeyrissjóðsins skiluðu góðri ávöxtun á síðasta ári vegna hækkana á innlendum og erlendum hlutabréfum og veikingu íslensku krónunnar gagnvart bandaríkjadal.

Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að heimsvísitala erlendra hlutabréfa hækkaði um 20,1 prósent í dölum í fyrra en um 36,6 prósent í íslenskum krónum þar sem krónan veiktist um 13,8 prósent gagnvart dal á árinu. Þá hækkaði vísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 15,2 prósent á sama tíma.

Heildareignir Almenna lífeyrissjóðsins námu 82,7 milljörðum króna við lok árs 2006 sem er 29 prósenta aukningu á milli ára.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×