Viðskipti innlent

Fyrsti lækkunardagur ársins

Úrvalsvísitalan lækkaði í gær í fyrsta skipti á árinu eftir töluverða hækkun það sem af er ári. Lækkun gærdagsins, sem rakin er til snöggrar lækkunar á krónunni, nam 0,7 prósentum og endaði vísitalan í 6.730 stigum.

Veltan nam 8,4 milljörðum króna í töluverðum fjölda viðskipta eða 611.

Nær öll félög lækkuðu í virði. Hlutabréf í Glitni og Landsbankanum lækkuðu um rúmt eitt prósent, Kaupþing og FL um tæpt eitt prósent og Straumur-Burðarás um rúmt hálft prósent.

Bréfa í 365 lækkuðu mest eða um 1,83 prósent.

Eina félagið sem hækkaði í gær var Hf. Eimskipafélagið sem hækkaði um 1,5 prósent.

Frá áramótum nemur heildarvelta með hlutabréf tæpum 179 milljörðum króna. Árshækkun Úrvalsvísitölunnar, sem samanstendur af fimmtán félögum, er um fimm prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×