Viðskipti innlent

Vill víkjandi lán

Frá verksmiðju Pickenpack í Þýskalandi.
Stjórn Icelandic fer fram á heimild til lántöku með sérstökum skilyrðum.
Frá verksmiðju Pickenpack í Þýskalandi. Stjórn Icelandic fer fram á heimild til lántöku með sérstökum skilyrðum.

Stjórn Icelandic Group leggur fyrir hluthafafund, síðar í mánuðinum, að hún fái heimild til að taka víkjandi lán með sérstökum skilyrðum er veiti lánardrottni rétt til að breyta skuldinni í hlutafé.

Stjórnin fengi þá heimild félagsins til að taka lán að upphæð allt að fimm milljörðum króna til fimm ára. Lánveitanda er heimilt að breyta höfuðstól skuldarinnar að viðbættum vöxtum í hluti í Icelandic í desember 2011. Þá getur hann einnig á vaxtagjalddögum, þeim fyrsta 31. desember 2007, breytt öllu láninu eða hluta þess, að lágmarki tuttugu prósentum höfuðstólsins, í hlutafé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×