Viðskipti innlent

Sýr kaupir fasteignir Teymis

við undirritun. Frá vinstri: Ólafur Helgi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lýsingar, Börkur Grímsson, ráðgjafi fasteignafjármögnunar Lýsingar, og Gunnar Hjaltalín og Þórarinn Ragnarsson, eigendur Sýr ehf.
við undirritun. Frá vinstri: Ólafur Helgi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lýsingar, Börkur Grímsson, ráðgjafi fasteignafjármögnunar Lýsingar, og Gunnar Hjaltalín og Þórarinn Ragnarsson, eigendur Sýr ehf.

Lýsing hf. og Sýr ehf. hafa undirritað samning um fjármögnun á kaupum Sýr ehf., sem er í eigu þeirra Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar, á eignum Teymis hf. Kaupverð nemur 2,3 milljörðum króna. Teymi mun eftirleiðis leigja húsnæðið til næstu tíu ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lýsingu.

Fasteignirnar eru hús Skýrr í Ármúla, hús Securitas í Síðumúla, atvinnuhúsnæði EJS við Grensásveg og húsnæði Kögunar á Lynghálsi. Þá var að auki undirritaður samningur um fjármögnun á Köllunarklettsvegi 2, sem er í langtímaleigu til ýmissa aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×