Kauphöllin vill bjóða val um krónu eða evru 4. janúar 2007 06:45 Íslensk fyrirtæki sem hafa megnið af starfsemi sinni, tekjum og skuldum í útlöndum og vilja laða til sín erlent fjármagn þrýsta á að þau fái skráð hlutabréf sín í evrum í kauphöllinni MYND/AFP Búist er við að nokkur fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllina hér fari á fyrri hluta ársins fram á að skrá bréf sín í evrum. Kauphöllin vill bjóða fyrirtækjum val. Samráðsnefnd vinnur í málinu. Fái félög ekki að skrá sig í evrum velta sum hver fyrir sér flutningi annað. Kauphöllin vill að fyrirtæki landsins hafi val um hvort þau skrái hlutabréf sín í krónum eða evrum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, vonast til þess að svo geti orðið strax á seinni hluta þessa árs. „Við munum gera það sem við getum til að veita þessum fyrirtækjum þá þjónustu að þau geti einfaldlega valið um mynt hjá okkur, hvort þau eru í evrum eða krónum. Og við gerum okkur vonir um að það verði mögulegt að haga málum þannig að fyrirtækin geti haft þetta val á síðari hluta þessa árs,“ segir hann og telur að rétt að fyrirtækin taki sjálf ákvarðanir í þessum efnum út frá því hvað þjóni þeirra hagsmunum best. Sjálfsákvörðun fyrirtækjanna um gjaldmiðil í hlutabréfaskráningu telur hann um leið þjóna best hagsmunum markaðarins og hagkerfisins hér. Þórður segir að möguleg skráning hlutabréfa sé í skoðun og þar hafi nokkra yfirumsjón samráðsnefnd Seðlabanka Íslands, Verðbréfastofu og kauphallar. „Það er að minnsta kosti einn vettvangur þar sem málið er rætt, en það er líka rætt á fleiri stöðum og um að gera að öll rök komi fram á næstu vikum eða mánuðum og menn komist einfaldlega að skynsamlegri niðurstöðu með hagsmuni bæði markaðarins og hagkerfisins að leiðarljósi.“ Hann segist þó ekki verða var við að neins staðar sé mótstaða við evruskráningu hlutabréfa. „Það eina sem menn hafa velt fyrir sér eru fjármálastofnanirnar og vangaveltur sem að þeim snúa, en ég tel að það sé einfaldlega atriði sem skoða þurfi gaumgæfilega,“ segir Þórður og telur að tilfærsla fyrirtækja í erlenda mynt sé bara hluti af þeirri alþjóðavæðingu sem sé að eiga sér stað. Enn hefur ekkert fyrirtækið farið formlega fram á að breyta skráningu bréfa sinna, þótt viðræður hafi verið í gangi um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helst fjögur fyrirtæki sem eru áhugasöm um að skrá hlutabréf sín í evrum, Actavis, Bakkavör, Marel og Össur, en öll gera þau upp reikninga sína í erlendum gjaldmiðlum og mun hluti þeirra þegar á fyrir hluta ársins stefna á að leggja inn formlega beiðni þar að lútandi. Þá sé evruskráningin þeim slíkt hagsmunamál að hluti þeirra að minnsta kosti hugleiðir að skrá sig annars staðar fáist hún ekki í gegn. „Augljóst mál er fyrir fyrirtækin að velta fyrir sér tvíhliða skráningu erlendis telji þau að fælingarmáttur krónunnar sé slíkur að hann skaði þau. Þá hljóta þau auðvitað að velta slíku fyrir sér.“ Þórður segir eðlilegast að bregðast við þessum vangaveltum með því að bjóða fyrirtækjunum upp á val á gjaldmiðli í skráningu bréfa sinna. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Búist er við að nokkur fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllina hér fari á fyrri hluta ársins fram á að skrá bréf sín í evrum. Kauphöllin vill bjóða fyrirtækjum val. Samráðsnefnd vinnur í málinu. Fái félög ekki að skrá sig í evrum velta sum hver fyrir sér flutningi annað. Kauphöllin vill að fyrirtæki landsins hafi val um hvort þau skrái hlutabréf sín í krónum eða evrum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, vonast til þess að svo geti orðið strax á seinni hluta þessa árs. „Við munum gera það sem við getum til að veita þessum fyrirtækjum þá þjónustu að þau geti einfaldlega valið um mynt hjá okkur, hvort þau eru í evrum eða krónum. Og við gerum okkur vonir um að það verði mögulegt að haga málum þannig að fyrirtækin geti haft þetta val á síðari hluta þessa árs,“ segir hann og telur að rétt að fyrirtækin taki sjálf ákvarðanir í þessum efnum út frá því hvað þjóni þeirra hagsmunum best. Sjálfsákvörðun fyrirtækjanna um gjaldmiðil í hlutabréfaskráningu telur hann um leið þjóna best hagsmunum markaðarins og hagkerfisins hér. Þórður segir að möguleg skráning hlutabréfa sé í skoðun og þar hafi nokkra yfirumsjón samráðsnefnd Seðlabanka Íslands, Verðbréfastofu og kauphallar. „Það er að minnsta kosti einn vettvangur þar sem málið er rætt, en það er líka rætt á fleiri stöðum og um að gera að öll rök komi fram á næstu vikum eða mánuðum og menn komist einfaldlega að skynsamlegri niðurstöðu með hagsmuni bæði markaðarins og hagkerfisins að leiðarljósi.“ Hann segist þó ekki verða var við að neins staðar sé mótstaða við evruskráningu hlutabréfa. „Það eina sem menn hafa velt fyrir sér eru fjármálastofnanirnar og vangaveltur sem að þeim snúa, en ég tel að það sé einfaldlega atriði sem skoða þurfi gaumgæfilega,“ segir Þórður og telur að tilfærsla fyrirtækja í erlenda mynt sé bara hluti af þeirri alþjóðavæðingu sem sé að eiga sér stað. Enn hefur ekkert fyrirtækið farið formlega fram á að breyta skráningu bréfa sinna, þótt viðræður hafi verið í gangi um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helst fjögur fyrirtæki sem eru áhugasöm um að skrá hlutabréf sín í evrum, Actavis, Bakkavör, Marel og Össur, en öll gera þau upp reikninga sína í erlendum gjaldmiðlum og mun hluti þeirra þegar á fyrir hluta ársins stefna á að leggja inn formlega beiðni þar að lútandi. Þá sé evruskráningin þeim slíkt hagsmunamál að hluti þeirra að minnsta kosti hugleiðir að skrá sig annars staðar fáist hún ekki í gegn. „Augljóst mál er fyrir fyrirtækin að velta fyrir sér tvíhliða skráningu erlendis telji þau að fælingarmáttur krónunnar sé slíkur að hann skaði þau. Þá hljóta þau auðvitað að velta slíku fyrir sér.“ Þórður segir eðlilegast að bregðast við þessum vangaveltum með því að bjóða fyrirtækjunum upp á val á gjaldmiðli í skráningu bréfa sinna.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira