Viðskipti innlent

Skerpt á áherslum viðskiptasendinefnda

Fyrsta viðskiptasendinefnd ársins fer til Suður-Afríku.
Fyrsta viðskiptasendinefnd ársins fer til Suður-Afríku.

Útflutningsráð Íslands ætlar á nýju ári að leggja aukna áherslu á að auka gæði viðskiptafunda sem skipulagðir eru fyrir fyrirtæki. Í fréttatilkynningu kemur fram að fundirnir verði færri, markvissari og betur undirbúnir. Jafnframt verði lögð áhersla á að koma á tengslum milli íslensku og erlendu fyrirtækjanna áður en farið er í ferðina sjálfa.

Á árinu verða farnar tvær fræðsluferðir, til Kasakstan og Brasilíu, og verður þá sérstök áhersla lögð á kynningar og heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir frekar en viðskiptafundi. Þá verður frekar horft til einstakra atvinnugreina en verið hefur. Til dæmis verður sérstök ferð til Norður-Englands eingöngu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á árinu auk þess sem unnið verður með ákveðna geira á öðrum mörkuðum.

Fyrsta viðskiptasendinefnd ársins fer til Suður-Afríku í febrúar. Önnur lönd sem heimsótt verða á árinu eru Rúmenía, N-England, Þýskaland, Kasakstan, Brasilía, Bandaríkin, Indland, Ungverjaland og Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×