Viðskipti innlent

Glitnir í stað Fischer Partners

Anders Holmgren, nýr yfirmaður Glitnis í Svíþjóð, segir styrk felast í að starfa undir merkjum Glitnis.
Anders Holmgren, nýr yfirmaður Glitnis í Svíþjóð, segir styrk felast í að starfa undir merkjum Glitnis.

Nafni bankans Fischer Partners í Svíþjóð hefur verið breytt í nafnið Glitnir. Nýtt vörumerki og yfirbragð var tekið í notkun frá og með fyrsta viðskiptadegi nýja ársins.

Bankinn segir að Glitnir hafi á níu mánuðum orðið vel þekkt vörumerki á norrænu markaðssvæði sem og á heimsvísu. Stefnan er að nota vörumerki Glitnis til að auðkenna öll dótturfélög og skrifstofur. Á föstudaginn næsta breytist svo auðkenni Fischer Partners sem nú heitir Glitnir í kauphöllum og verður eftirleiðis GLI. Í Kauphöll Íslands verður auðkenni Glitnis samt áfram GLB.

Glitnir er með starfsemi í Osló, Álasundi og Þrándheimi í Noregi, í Stokkhólmi í Svíþjóð, Kaupmannahöfn í Danmörku, Lundúnum í Bretlandi, Halifax í Kanada, Sjanghaí í Kína og í Lúxemborg, auk starfsemi hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×