Innlent

Bíll við bíl á suðurleið

Fólk streymir enn inn til borgarinnar og að sögn lögreglu í Borgarnesi hefur lítið dregið úr henni eftir því sem liðið hefur á daginn. Allt hefur þó gengið vel og engin óhöpp átt sér stað.

Að sögn vaktstjóra lögreglunnar í Borgarnesi hefur umferðin verið gríðarleg seinni part dags. Hann segir að síðan klukkan tvö hafi verið bíll við bíl nánast stanslaust.

Fyrri part helgar var umferðin einnig mjög mikil á norðurleið og nú er fólk að skila sér aftur í bæinn.

En allt hefur gengið vel fyrir sig í dag fyrir utan að einn maður var handtekinn og er hann grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×