Auka þarf sýnilega löggæslu 28. maí 2007 12:00 Dóttir tæplega sjötugs manns sem ráðist var á við Laugaveg síðast liðið laugardagskvöld, telur þörf á aukinni sýnilegri löggæslu í miðborginni. Maðurinn er með þrjá skurði á höfði, er nefbrotinn og rifbeinsbrotinn. Konan lýsir heldur óskemmtilegri reynslu þegar lögreglan hafði samband við hana um fjögur leytið aðfararnótt sunnudags og greindi henni frá því að faðir hennar, sem er 67 ára, hefði orðið fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbænum í Reykjavík. Konunni var mjög brugðið þegar hún sá föður sinn á Landsspítalnum í Fossvogi, þar sem hann var alblóðugur. Hún segir sögu sína á barnaland.is . Faðir hennar hafði farið út um ellefu leytið á laugardagskvöld og fengið sér bjór á veitingastað skammt frá Hlemmi. Eftir dvöl á veitingastaðnum hélt hann niður Laugaveg og hugðist verða sér út um leigubíl. En á leið sinni niður Laugarveg gengur að honum ung stúlka og biður hann um að gefa sér eld. Stúlkan bað hann um að koma inn í húsasund þar sem hún ætlaði að reykja sígarettuna. Þegar þangað er komið er ráðist aftan að honum hann sleginn aftan frá með einhverju barefli. Hann dettur niður í malbikið og rankar við sér þegar þung fótspörk dynja á andliti hans og skrokknum. Stúlkan og maðurinn taka veskið hans með 6000 kr. öllum kortum, debet og kredit, síma, hús og bíllykla tóbak, úrið og gleraugun hans. Konan segir að faðir hennar ekki hafa séð nógu vel því að mikið blóð rann úr vitum hans. Hann segir að einn árásarmannanna hafa sagt, "Farðu úr jakkanum helvítið þitt" og endurtekið þessa setningu nokkuð oft á meðan faðir konunnar lá enn í götunni og höggin dundu á honum. Konan segir að faðir hennar sé með tvo skurði í andliti eftir spörk, annar fyrir ofan auga og annar fyrir neðan augað, einn skurð á hnakka eftir barefli, brotin rifbein, nefbrotinn auk sjónskaða sem eigi eftir að rannsaka betur. Hann sé aumur í vöðvum, með skrámur á hálsi og marbletti. Konan vill að eitthvað róttækt sé gert, hún sé reið og sár. Það vanti augljóslega miklu meiri sýnilega löggæslu í miðbæinn og sér sé sagt að það sé einmitt það sem ríkislögreglustjórinn vilji gera en ekki fáist fé til þess. Hún spyr: Hversu margir þurfa að slasast? Eða jafnvel deyja? Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Dóttir tæplega sjötugs manns sem ráðist var á við Laugaveg síðast liðið laugardagskvöld, telur þörf á aukinni sýnilegri löggæslu í miðborginni. Maðurinn er með þrjá skurði á höfði, er nefbrotinn og rifbeinsbrotinn. Konan lýsir heldur óskemmtilegri reynslu þegar lögreglan hafði samband við hana um fjögur leytið aðfararnótt sunnudags og greindi henni frá því að faðir hennar, sem er 67 ára, hefði orðið fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbænum í Reykjavík. Konunni var mjög brugðið þegar hún sá föður sinn á Landsspítalnum í Fossvogi, þar sem hann var alblóðugur. Hún segir sögu sína á barnaland.is . Faðir hennar hafði farið út um ellefu leytið á laugardagskvöld og fengið sér bjór á veitingastað skammt frá Hlemmi. Eftir dvöl á veitingastaðnum hélt hann niður Laugaveg og hugðist verða sér út um leigubíl. En á leið sinni niður Laugarveg gengur að honum ung stúlka og biður hann um að gefa sér eld. Stúlkan bað hann um að koma inn í húsasund þar sem hún ætlaði að reykja sígarettuna. Þegar þangað er komið er ráðist aftan að honum hann sleginn aftan frá með einhverju barefli. Hann dettur niður í malbikið og rankar við sér þegar þung fótspörk dynja á andliti hans og skrokknum. Stúlkan og maðurinn taka veskið hans með 6000 kr. öllum kortum, debet og kredit, síma, hús og bíllykla tóbak, úrið og gleraugun hans. Konan segir að faðir hennar ekki hafa séð nógu vel því að mikið blóð rann úr vitum hans. Hann segir að einn árásarmannanna hafa sagt, "Farðu úr jakkanum helvítið þitt" og endurtekið þessa setningu nokkuð oft á meðan faðir konunnar lá enn í götunni og höggin dundu á honum. Konan segir að faðir hennar sé með tvo skurði í andliti eftir spörk, annar fyrir ofan auga og annar fyrir neðan augað, einn skurð á hnakka eftir barefli, brotin rifbein, nefbrotinn auk sjónskaða sem eigi eftir að rannsaka betur. Hann sé aumur í vöðvum, með skrámur á hálsi og marbletti. Konan vill að eitthvað róttækt sé gert, hún sé reið og sár. Það vanti augljóslega miklu meiri sýnilega löggæslu í miðbæinn og sér sé sagt að það sé einmitt það sem ríkislögreglustjórinn vilji gera en ekki fáist fé til þess. Hún spyr: Hversu margir þurfa að slasast? Eða jafnvel deyja?
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira