Erlent

Vilja áframhaldandi viðræður

Talsmaður Írana í utanríkismálum segir ekki hundrað í hættunni, þótt máli þeirra hafi verð vísað til Öryggisráðsins. Bandaríkjamenn hafa ekki útilokað árásir á landið en Íranar ákváðu í gær að meina eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar aðgang að kjarnorkuverum sínum. Þeir segjast þó reiðubúnir til áframhaldandi viðræðna um málið.

Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins segir að Íranar séu tilbúnir til viðræðna hvað varða málamiðlunartillögu Rússa um að auðga fyrir þá úran og senda til Írans. Íranar hafa þó slitið viðræðum við Alþjóða kjarnorkumálastofnunina eftir að hún sendi mál Írana til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íranar hafa neitað eftirlitsmönnum aðgang að kjarnorkuverum sínum. Íranar hafa ítrekað rétt sinn á að auðga úran en segja það einungis til friðsamlegra nota. Bandaríkjamenn segja þó af og frá að Íranar fái að auðga úran sjálfir, þeim sé ekki treystandi og útiloka ekki árás ef þeir láta verða af áætlunum sínum. Íranar sögðu í gær að það myndi skapa enn meira hatur í garð Bandaríkjamanna og yrði þeim dýrkeypt, verði ráðist á landið. Þrátt fyrir yfirlýsingar Írana um að þeir vilji áfram ræða við Rússa, hafa Vesturveldin sagt viðræður hingað til hafa engu skilað og að löngu sé kominn tími til að beita Írana refsiaðgerðum. hvað Öryggisráðið gera, á þó enn eftir að koma í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×