Erlent

Íranar eru reiðubúnir til viðræðna vegna kjarnorkuáætlana þeirra

Forsætisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, ræðir við blaðamenn vegna málsins
Forsætisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, ræðir við blaðamenn vegna málsins MYND/AP

Íranar eru reiðubúnir til viðræðna vegna kjarnorkuáætlana þeirra, degi eftir að Alþjóða kjarnorkumálastofnunin samþykkti að vísa Írönum til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins segir að Íranar séu tilbúnir til viðræðna hvað varða málamiðlunartillögu Rússa um að auðga fyrir þá úran og senda til Írans. Hann segir þó ýmsilegt enn órætt en Íranar séu þó opnir fyrir viðræðum. Eftir að Sameinuðu þjóðirnar tóku ákvörðun um að senda mál Írana til Öryggisráðsins í gær, gaf Íransstjórn þá yfirlýsingu út að þeir myndu hætta að starfa með eftirlitsmönnum og að framleiðsla á úran yrði hafin á nýjan leik. Bandaríkjamenn sögðu þá að þeir útilokuðu ekki árás á Írana, ekki yrði tekið í mál að þeir fengju að framleiða úran. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að það að vísa Íran til öryggisráðsins sendi skýr skilaboð til ríkisstjórnar Írana um að hún gæti ekki öðlast kjarnorkuvopn. Íranar sögðu þá að það myndi skapa enn meira hatur í garð Bandaríkjamanna og yrði þeim dýrkeypt. Þeir hafa þó bakkað og vilja áframahaldandi viðræður en Vesturveldin hafa þó sagt þær engu hafa skilað og að löngu sé kominn tími til að beita Írana refsiaðgerðum. Hverjar þær verða eða hvort þær verði, á þó enn eftir að koma í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×