Erlent

Kaþólikkar í Kína hunsa tilmæli Páfa

MYND/AP

Kaþólska kirkjan í Kína setti í dag annan biskupinn á þremur dögum inn í embætti án þess að leita samþykkis yfirvalda í Vatikaninu. Það að kaþólska kirkjan í Kína skuli ekki viðurkenna vald Vatikansins til að útnefna biskupa veldur töluverðri spennu í samskiptum Vatikansins við Kínverjana.

Deilan byrjaði á sunnudag þegar Ma Yinglin var settur inn í embætti biskups í Yunnan í suðvesturhluta Kína án þess að spyrja kóng né prest. Beiðni frá Vatikaninu um að innsetningunni yrði frestað var svarað því að yfirvöld í Róm skyldu ekki skipta sér af kínverskum innanríkismálum.

Kaþólska kirkjan í Kína er ríkisstyrkt og telur um fjórar milljónir sóknarbarna - samkvæmt kínverskum yfirvöldum. Sé hins vegar litið á sálnaregister Páfagarðs, hafa þeir 10 milljónir sóknarbarna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×