Erlent

Talið að allir farþegar hafi farist

Flugvélin sem fórst er af sömu tegund og sú á myndinni.
Flugvélin sem fórst er af sömu tegund og sú á myndinni. Mynd/AP

Björgunarmenn hafa gefið upp alla von um að finna nokkurn á lífi eftir að armensk farþegaflugvél hrapaði í Svartahafið sex sjómílur undan strönd Rússlands. 113 manns voru í borðinu og fullvíst þykir að þeir séu allir látnir. Kafarar leita nú að líkamsleifum þeirra sem voru um borð. 26 lík hafa þegar fundist. Flugvélin var af gerðinni Airbus A-320. Líklegast er talið að slysið megi rekja til veðurs en stormasamt er á þessum slóðum. Kafarar segja að enginn þeirra sem var í vélinni hafi verið kominn í björgunarvesti og því líklegt að slysið hafi átt sér lítinn aðdraganda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×