Viðskipti innlent

Nífalt betri en áætlað var

Afkoma Kauphallar Íslands á fyrri helmingi ársins var tæplega níu sinnum betri en rekstraráætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Hagnaður Kauphallarinnar nam alls 173 milljónum króna en stjórnendur bjuggust við um tuttugu milljóna króna hagnaði.

Kauphöllin er í eigu Eignar­haldsfélagsins Verðbréfa­þings sem er í eigu banka, Seðlabankans og fleiri aðila.

Frávikið skýrist af meiri veltu skráðra verðbréfa, auk þess sem hreinar fjármunatekjur voru meiri en reiknað var með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×