Erlent

Hluti fengsins fundinn

Tæknimaður frá bresku lögreglunni rannsakar búr sem peningarnir munu hafa verið geymdir í.
Tæknimaður frá bresku lögreglunni rannsakar búr sem peningarnir munu hafa verið geymdir í. MYND/AP

Breska lögreglan hefur staðfest að hún hafi fundið jafnvirði rúmlega 150 milljóna króna sem talið er að séu hluti af sex milljarða króna fengnum úr langstærsta ráni í sögu Bretlands. Peningarnir fundust í hvítum sendibíl sem lögregla fann á bílastæði á föstudagskvöld.

Þar fundust einnig byssur, lambúsettur og hlífðarbúnaður. Lögregla hefur einnig fundið geymslubúr sem peningarnir voru í. Tæknimenn lögreglu rannaska nú bílinn og búrin og segir yfirmaður lögreglu að netið sé að þrengjast um ræningjana.

Tveir menn á fertugs og sextugsaldri eru í haldi lögreglu vegna málsins. Einn maður og tvær konur hafa verið látin laus gegn tryggingu en þau voru færð til yfirheyrslu fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×