Leiðin vörðuð að miðstöð fjármála 13. september 2006 00:01 Í kauphöllinni í Frankfurt. Hér sést verðbréfamiðlari í Frankfurt í Þýskalandi að störfum, en borgin er oft kölluð fjármálamiðstöð Evrópu. Nefnd kannar möguleika á því að laða hingað alþjóðlega fjármálastarfsemi. MYND/AFP Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en samkvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði. Nefndinni, sem Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra skipaði, var falið að reifa þau tækifæri sem alþjóðleg fjármálastarfsemi skapaði og þann ávinning sem af henni kynnu að hljótast fyrir efnahags- og atvinnulíf hér. Meðal þess sem nefndin hefur skoðað eru lög og reglur um fjármálastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif með það fyrir augum hvort gera þyrfti umbætur á löggjöf til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi hér. Þá var nefndinni einnig ætlað að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum- og reglugerðum, væri þeirra þörf. "Framrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi er afsprengi ákvarðana sem teknar voru um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, um frelsi í vaxtaákvörðunum, um einkavæðingu ríkisbanka og um hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Því ber brýna nauðsyn til þess að huga að því hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að áframhald geti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Íslandi," segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, en hún var einnig skipuð Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Pálma Haraldssyni framkvæmdastjóra, Ásdísi Höllu Bragadóttur, forstjóra BYKO, Jóni Sigurðssyni, sem þá var seðlabankastjóri en er nú iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hauki Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LSR, Huldu Dóru Styrmisdóttur ráðgjafa, Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, Halldóri B. Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, og Katrínu Ólafsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en samkvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði. Nefndinni, sem Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra skipaði, var falið að reifa þau tækifæri sem alþjóðleg fjármálastarfsemi skapaði og þann ávinning sem af henni kynnu að hljótast fyrir efnahags- og atvinnulíf hér. Meðal þess sem nefndin hefur skoðað eru lög og reglur um fjármálastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif með það fyrir augum hvort gera þyrfti umbætur á löggjöf til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi hér. Þá var nefndinni einnig ætlað að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum- og reglugerðum, væri þeirra þörf. "Framrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi er afsprengi ákvarðana sem teknar voru um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, um frelsi í vaxtaákvörðunum, um einkavæðingu ríkisbanka og um hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Því ber brýna nauðsyn til þess að huga að því hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að áframhald geti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Íslandi," segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, en hún var einnig skipuð Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Pálma Haraldssyni framkvæmdastjóra, Ásdísi Höllu Bragadóttur, forstjóra BYKO, Jóni Sigurðssyni, sem þá var seðlabankastjóri en er nú iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hauki Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LSR, Huldu Dóru Styrmisdóttur ráðgjafa, Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, Halldóri B. Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, og Katrínu Ólafsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira