Olíu hellt á eldinn 22. febrúar 2006 18:26 Ein fegursta og helgasta moska síjamúslíma var sprengd í loft upp í Írak í morgun. Enginn vafi leikur á að ætlun illvirkjanna hafi verið að magna ófriðinn á milli þjóðarbrotanna í landinu enda hafa árásir verið gerðar á helgidóma súnnía í dag. Gullna moskan í borginni Samarra, skammt norður af höfuðborginni Bagdad, er ein sú helgasta í augum sjía-múslima en þar eru grafnir tveir hinna svonefndu ímama, afkomendur Múhameðs spámanns sem álitnir eru ginnheilagir. Nú stendur þar hins vegar tæpast steinn yfir steini eftir að óþekktir sprengjumenn óðu þangað inn í morgun og kveiktu á vítisvélum sínum. Aðeins er sólarhringur síðan 22 létust í bílsprengjuárás sem var gerð í sjíahverfi í Bagdad þannig að svo virðist sem verið sé að efna til ófriðar á milli þjóðarbrotanna í landinu enn eina ferðina. Ólgan er strax farin að vaxa því síðdegis þustu ævareiðir stuðningsmenn Muqtada al-Sadr, eldklerksins frá Najaf, út á götur höfuðborgarinnar í dag og létu ófriðlega. Sjíar eru drjúgur meirihluti landsmanna en grunnt hefur verið á því góða með þeim og súnníum í gegnum aldirnar. Ali al-Sistani erkiklerkur og Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra hvöttu í dag landsmenn til að sýna stillingu. Þrátt fyrir þessi hvatningarorð virðist ætlunarverk árásarmannanna hafa heppnast því ráðist var á sex súnníamoskur í Bagdad og tvær í Basra. Til að bæta gráu ofan á svart er stjórnarmyndunarviðræður í landinu ennþá í algerum hnút, heilum tveimur mánuðum eftir þingkosningarnar í desember, og við þær aðstæður er hætta á að ófriðarbálið magnist enn frekar. Erlent Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ein fegursta og helgasta moska síjamúslíma var sprengd í loft upp í Írak í morgun. Enginn vafi leikur á að ætlun illvirkjanna hafi verið að magna ófriðinn á milli þjóðarbrotanna í landinu enda hafa árásir verið gerðar á helgidóma súnnía í dag. Gullna moskan í borginni Samarra, skammt norður af höfuðborginni Bagdad, er ein sú helgasta í augum sjía-múslima en þar eru grafnir tveir hinna svonefndu ímama, afkomendur Múhameðs spámanns sem álitnir eru ginnheilagir. Nú stendur þar hins vegar tæpast steinn yfir steini eftir að óþekktir sprengjumenn óðu þangað inn í morgun og kveiktu á vítisvélum sínum. Aðeins er sólarhringur síðan 22 létust í bílsprengjuárás sem var gerð í sjíahverfi í Bagdad þannig að svo virðist sem verið sé að efna til ófriðar á milli þjóðarbrotanna í landinu enn eina ferðina. Ólgan er strax farin að vaxa því síðdegis þustu ævareiðir stuðningsmenn Muqtada al-Sadr, eldklerksins frá Najaf, út á götur höfuðborgarinnar í dag og létu ófriðlega. Sjíar eru drjúgur meirihluti landsmanna en grunnt hefur verið á því góða með þeim og súnníum í gegnum aldirnar. Ali al-Sistani erkiklerkur og Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra hvöttu í dag landsmenn til að sýna stillingu. Þrátt fyrir þessi hvatningarorð virðist ætlunarverk árásarmannanna hafa heppnast því ráðist var á sex súnníamoskur í Bagdad og tvær í Basra. Til að bæta gráu ofan á svart er stjórnarmyndunarviðræður í landinu ennþá í algerum hnút, heilum tveimur mánuðum eftir þingkosningarnar í desember, og við þær aðstæður er hætta á að ófriðarbálið magnist enn frekar.
Erlent Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira