Erlent

Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Palestínu

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, útnefndi Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Palestínu í gærkvöld. Haniyeh hefur nú fimm vikur til að mynda nýja stjórn. Hamas-samtökin, sem kalla eftir tortímingu Ísraels, vann 74 sæti af 132 á löggjafarþingi Palestínu í kosningum í janúar, en Fatah-hreyfingin, sem setið hefur við stjórnvölinn þar í landi í fjóra áratugi, hlaut eingöngu 45 sæti.

Haniyeh sagði blaðamönnum á mánudagskvöld að hann myndi reyna að mynda sameiginlega stjórn með Fatah, en talsmenn Fatah hafa hingað til sagst frekar vilja sitja í stjórnarandstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×