Viðskipti innlent

Viðskiptahallinn nærri tvöfaldast á milli ára

Viðskiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 80,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þessar árs samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Þetta þýðir að viðskiptahallinn á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 205 milljarðar króna sem er nærri því tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra þegar hann var 103 milljarðar.

Hreint fjármagnsinnstreymi nam tæpum 200 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og skýrist það að stærstum hluta af erlendum lántökum banka og fyrirtækja. Þá námu skuldir þjóðarbúsins við útlönd umfram erlendar eignir 1.217 milljörðum króna í lok september og höfðu aukist um 361 milljarða frá ársbyrjun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×