Innlent

Niðurgreiðslur vegna skólamáltíða auknar vegna misræmis

MYND/Pjetur

Menntaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslur vegna skólamáltíða í grunnskólum sem vegna aðstöðuleysis hafa þurft að bjóða nemendum upp á aðkeyptan heitan mat. Þetta er gert eftir ábendingar frá foreldrum um að misræmis gætti í verði skólamáltíða eftir hverfum og skólum en þeir grunnskólar sem hafa keypt mat utan skólanw hafa tekið hærra gjald fyrir máltíðirnar. Niðurgreiðsla til þessara skóla hækkar úr 20 krónum í 70 krónur á máltíð og tekur ákvörðunin gildi frá áramótum. Menntaráð segir útgjaldaukninguna rúmast innan fjárhagsramma menntasviðs á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×