Erlent

Fuglaflensa dregur 3 til dauða í Egyptalandi

MYND/AP

Staðfest var í dag að 16 ára stelpa í Egyptalandi lést af völdum fuglaflensu og hefur þá flensan dregið þrjár manneskjur til dauða þar í landi.

Stúlkan var búsett í héraði norður af höfuðborginni Kairó. Hún var lögð inn á spítala í gær og lést skömmu síðar. 11 tilfelli fuglaflensu hafa greinst í mönnum í Egyptalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×