Innlent

Vilja að nikótínlyf séu seld á sama stað og tóbakið

Nokkrar algengar gerðir nikótínlyfja.
Nokkrar algengar gerðir nikótínlyfja. MYND/Einar Ólason
Neytendasamtökin segja að verslanir sem selja tóbak ættu einnig að hafa heimild til þess að selja nikótínlyf sem ekki eru lyfseðilsskyld. Þetta gæti leitt til verðlækkunar á nikótínlyfjum sem eru mjög dýr hér á landi. Frumvarp þessa efnis var lagt fram á Alþingi og mæla Neytendasamtökin eindregið með að breytingin náist í gegn á þessu þingi.

Í júlí sl. skoðuðu Neytendasamtökin verð í fjórum apótekum; Lyfju, Apótekaranum, Lyf og heilsu og Apótekinu en þessar keðjur ráða yfir langstærstum hluta markaðarins. Samtökin skoðuðu einnig verð á nikótínlyfjum í Svíþjóð og Danmörku með aðstoð netsins. Í Svíþjóð eru lyfjaverslanir ríkisreknar og allar upplýsingar um verð á vörum er að finna á síðunni www.apoteket.se. Verð var einnig skoðað í danska apotekinu www.ditapotek.dk. Niðurstaðan var sláandi og var verðmunur allt að 85% á einstaka vörum, en munurinn var að meðaltali 40%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×