Sænska ríkið greiði skaðabætur vegna njósna 11. júní 2006 18:45 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt sænska ríkið til að greiða fimm Svíum á fimmtu milljón íslenskra króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot þegar öryggislögreglan njósnaði um þá og geymdi upplýsingar. Nýlega var upplýst að símar fjölda íslenskra þingmanna voru hleraðir á tímum kalda stríðsins. Um er að ræða fimm sænska ríkisborgara. Einn þeirra er virtur mannréttindafrömuður og fyrrverandi þingmaður, þrír eru eða voru virkir á vinstri væng stjórnmálanna og sá fimmti er virtur blaðamaður á Gautaborgarpóstinum. Á árunum 1997 til 2000 óskuðu þau öll eftir því að fá aðgang að upplýsingum sem öryggislögreglan Säpo hafði aflað um þau og geymt í fjölda ára. Flest fengu þau takmarkaðan aðgang að gögnunum en var neitað um að fá að sjá þau í heild sinni á grundvelli þess að það gæti stefnt þjóðaröryggi í hættu. Mannréttindadómstóllinn leggur ekki mat á það hvort sænsk yfirvöld hafi verið í rétti með að neita um að veita aðgang að gögnunum á þeim grundvelli en segir að brotið hafi verið gegn tjáningarfresli og einkalífi fjögurra Svíanna og gagnvart öllum fimm hafi verið brotið gegn rétti þeirra til að fá skjótan lausn sinna mála í heimalandinu. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, sem hefur rannsakað hleranir íslenskra stjórnvalda á árunum 1949 til 1968 segir málin hér heima og í Svíþjóð ekki fyllilega sambærileg. Í Svíþjóð hafi gagna verið aflað með skipulögðum hætti yfir lengri tíma en hér á landi hafi verið hlerað í ákveðnum tilvikum og fengist til þess dómsúrskurður. Guðni segir að hér á landi hafi vissulega verið eftirlit með fólki sem tók þátt í mótmælum og það ljósmyndað. Hann efast þó um að eftirlitið hafi verið jafn víðtækt hér og til dæmis í Svíþjóð en rannsókn á hlerunarmálinu kunni þó að leiða annað í ljós. Samkvæmt þingsályktunartillögu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætisráðherra, verður sett á laggirnar nefnd sem mun skoða, í samráði við formenn þingflokka, opinber gögn sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991 og er henni ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok. Guðni segir að sér virðist sem þeir sem hafi orðið fyrir hlerunum hér á landi muni eiga erfitt með að krefjast skaðabóta þar sem leyfi hafi fengist fyrir gjörningnum með dómsúrskurði. Líklegt sé að þeir sem telji á sér brotið vilji frekar fá málið upp á yfirborðið og að fullu upplýst. Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt sænska ríkið til að greiða fimm Svíum á fimmtu milljón íslenskra króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot þegar öryggislögreglan njósnaði um þá og geymdi upplýsingar. Nýlega var upplýst að símar fjölda íslenskra þingmanna voru hleraðir á tímum kalda stríðsins. Um er að ræða fimm sænska ríkisborgara. Einn þeirra er virtur mannréttindafrömuður og fyrrverandi þingmaður, þrír eru eða voru virkir á vinstri væng stjórnmálanna og sá fimmti er virtur blaðamaður á Gautaborgarpóstinum. Á árunum 1997 til 2000 óskuðu þau öll eftir því að fá aðgang að upplýsingum sem öryggislögreglan Säpo hafði aflað um þau og geymt í fjölda ára. Flest fengu þau takmarkaðan aðgang að gögnunum en var neitað um að fá að sjá þau í heild sinni á grundvelli þess að það gæti stefnt þjóðaröryggi í hættu. Mannréttindadómstóllinn leggur ekki mat á það hvort sænsk yfirvöld hafi verið í rétti með að neita um að veita aðgang að gögnunum á þeim grundvelli en segir að brotið hafi verið gegn tjáningarfresli og einkalífi fjögurra Svíanna og gagnvart öllum fimm hafi verið brotið gegn rétti þeirra til að fá skjótan lausn sinna mála í heimalandinu. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, sem hefur rannsakað hleranir íslenskra stjórnvalda á árunum 1949 til 1968 segir málin hér heima og í Svíþjóð ekki fyllilega sambærileg. Í Svíþjóð hafi gagna verið aflað með skipulögðum hætti yfir lengri tíma en hér á landi hafi verið hlerað í ákveðnum tilvikum og fengist til þess dómsúrskurður. Guðni segir að hér á landi hafi vissulega verið eftirlit með fólki sem tók þátt í mótmælum og það ljósmyndað. Hann efast þó um að eftirlitið hafi verið jafn víðtækt hér og til dæmis í Svíþjóð en rannsókn á hlerunarmálinu kunni þó að leiða annað í ljós. Samkvæmt þingsályktunartillögu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætisráðherra, verður sett á laggirnar nefnd sem mun skoða, í samráði við formenn þingflokka, opinber gögn sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991 og er henni ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok. Guðni segir að sér virðist sem þeir sem hafi orðið fyrir hlerunum hér á landi muni eiga erfitt með að krefjast skaðabóta þar sem leyfi hafi fengist fyrir gjörningnum með dómsúrskurði. Líklegt sé að þeir sem telji á sér brotið vilji frekar fá málið upp á yfirborðið og að fullu upplýst.
Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira