Vandasöm verkefni bíða nýrra ráðherra 11. júní 2006 10:00 Geir H. Haarde, verðandi forsætisráðherra. MYND/Gunnar V. Andrésson Vandasöm verkefni bíða nýrra ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem tekur við á fimmtudaginn. Maður utan þings tekur sæti í ríkisstjórninni og kona verður í fyrsta sinn utanríkisráðherra. Það mætir nýtt fólk á vaktina í ríkisstjórn Geirs H Haarde þegar hann tekur við forsætisráðuneytinu af Halldóri Ásgrímssyni á fimmtudag. Sjálfstæðismenn kusu að gera ekki breyingar á sínu ráðherraliði aðrar en þær að Geir víkur úr utanríkisráðuneytið og Sigríður Anna Þórðardóttir hverfur úr umhverfisráðuneytinu en það ráðuneyti flyst til Framsóknarmanna. Verður skipan ráðuneyta því sú sama og samið var um eftir kosningar 2003 í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Framsóknarmenn skáka mönnum til og bíða nýrra manna vandasöm verkefni. Halldór hverfur úr forsæti og hættir þingmennsku í haust þegar nýr formaður verður valinn í framsóknarflokkknum. Valgerður Sverrisdóttir hættir sem viðskipta og iðaðarráðherra, þar sem mikið hefur á henni mætt, og tekur við þeim pósti sem talin hefur verið valdamestur í samstarfi tveggja flokka, að forsætisráðuneytinu slepptu. Valgerður tekur við utanríkismálunum þar sem henni bíður það vandasama verkefni að leiða til lykta varnarmálaviðræður við Bandaríkjamenn. Herinn er að fara í haust og engar fréttir hafa borist af árangri í viðræðum við Bandaríkjamenn. Ríkisstjórnin á enn eftir að meta stöðu sína og taka ákvörðun um það hvort staðið verði við þá hótun að rifta varnarsamningum ef ekki fást viðunandi skuldbidingar frá Bandaríkjamönnum. Nýr ráðherra í viðskipta og iðanðarráðuneytið er sóttur í Seðlabankann en þar hefur Jón Sigurðsson setið sem bankastjóri síðan Finnur Ingólfsson losaði framsóknarstólinn þar. Seðlabankinn hefur gagnrýnt efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar og varað meðal annars við því að of geyst sé farið í stóriðjumálum. Jón lýsti því yfir í gær að stefnan yrði óbreytt í ráðuneytinu og því spurning hvort honum takist að rata vandrataðan milliveg sem sættir stóriðjuáhuga víða um land og varnaðarorð Seðlabankans. Magnús Stefánsson tekur við af Jóni Kristjánssyni í félagsmálaráðuneytinu. Hans verkefni verður að taka af skarið með málefni Íbúðalánasjóðs. Vilji er til þess að leggja hann niður í óbreyttri mynd og breyta í eins konar heildsölubanka, en íbúðarlánin fari þá öll í umsýslu bankana. Ekki hefur verið full eining með það innan Framsónarflokks að kasta fyrir róða félagslegu hlutverki sjóðsins. Jónína Bjartmars tekur við umhverfisráðuneytinu og bíður ekki síst vandasamt verkefni. Hún sagði í gær að megináherslan yrði að sætta sjónarmið virkjunarsinna og umhverfisverndar, nokkuð sem kann að vera erfitt að sætta. Ný ríkisstjórn Geirs Haarde þarf síðan að vera reiðubúin til að bregðast við í haust með innkomu þegar kemur að því að sætta aðila vinnumarkaðarins, en Geir þarf einnig að ná sátt og einingu um þau átakamál sem fóru í frestun við þinglok svo sem frumvarp um fjölmiðla og Ríkisútvarpið og Nýsköpunarmiðstöð. Fréttir Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira
Vandasöm verkefni bíða nýrra ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem tekur við á fimmtudaginn. Maður utan þings tekur sæti í ríkisstjórninni og kona verður í fyrsta sinn utanríkisráðherra. Það mætir nýtt fólk á vaktina í ríkisstjórn Geirs H Haarde þegar hann tekur við forsætisráðuneytinu af Halldóri Ásgrímssyni á fimmtudag. Sjálfstæðismenn kusu að gera ekki breyingar á sínu ráðherraliði aðrar en þær að Geir víkur úr utanríkisráðuneytið og Sigríður Anna Þórðardóttir hverfur úr umhverfisráðuneytinu en það ráðuneyti flyst til Framsóknarmanna. Verður skipan ráðuneyta því sú sama og samið var um eftir kosningar 2003 í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Framsóknarmenn skáka mönnum til og bíða nýrra manna vandasöm verkefni. Halldór hverfur úr forsæti og hættir þingmennsku í haust þegar nýr formaður verður valinn í framsóknarflokkknum. Valgerður Sverrisdóttir hættir sem viðskipta og iðaðarráðherra, þar sem mikið hefur á henni mætt, og tekur við þeim pósti sem talin hefur verið valdamestur í samstarfi tveggja flokka, að forsætisráðuneytinu slepptu. Valgerður tekur við utanríkismálunum þar sem henni bíður það vandasama verkefni að leiða til lykta varnarmálaviðræður við Bandaríkjamenn. Herinn er að fara í haust og engar fréttir hafa borist af árangri í viðræðum við Bandaríkjamenn. Ríkisstjórnin á enn eftir að meta stöðu sína og taka ákvörðun um það hvort staðið verði við þá hótun að rifta varnarsamningum ef ekki fást viðunandi skuldbidingar frá Bandaríkjamönnum. Nýr ráðherra í viðskipta og iðanðarráðuneytið er sóttur í Seðlabankann en þar hefur Jón Sigurðsson setið sem bankastjóri síðan Finnur Ingólfsson losaði framsóknarstólinn þar. Seðlabankinn hefur gagnrýnt efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar og varað meðal annars við því að of geyst sé farið í stóriðjumálum. Jón lýsti því yfir í gær að stefnan yrði óbreytt í ráðuneytinu og því spurning hvort honum takist að rata vandrataðan milliveg sem sættir stóriðjuáhuga víða um land og varnaðarorð Seðlabankans. Magnús Stefánsson tekur við af Jóni Kristjánssyni í félagsmálaráðuneytinu. Hans verkefni verður að taka af skarið með málefni Íbúðalánasjóðs. Vilji er til þess að leggja hann niður í óbreyttri mynd og breyta í eins konar heildsölubanka, en íbúðarlánin fari þá öll í umsýslu bankana. Ekki hefur verið full eining með það innan Framsónarflokks að kasta fyrir róða félagslegu hlutverki sjóðsins. Jónína Bjartmars tekur við umhverfisráðuneytinu og bíður ekki síst vandasamt verkefni. Hún sagði í gær að megináherslan yrði að sætta sjónarmið virkjunarsinna og umhverfisverndar, nokkuð sem kann að vera erfitt að sætta. Ný ríkisstjórn Geirs Haarde þarf síðan að vera reiðubúin til að bregðast við í haust með innkomu þegar kemur að því að sætta aðila vinnumarkaðarins, en Geir þarf einnig að ná sátt og einingu um þau átakamál sem fóru í frestun við þinglok svo sem frumvarp um fjölmiðla og Ríkisútvarpið og Nýsköpunarmiðstöð.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira