Viðskipti innlent

Aflaverðmæti eykst

Greiningardeild Glitnis býst við hærra aflaverðmæti á árinu þrátt fyrir samdrátt í veiðum.
Greiningardeild Glitnis býst við hærra aflaverðmæti á árinu þrátt fyrir samdrátt í veiðum. MYND/GVA

Heildarafli íslenskra skipa var 105 þúsund tonn í síðasta mánuði en það er ríflega sex þúsund tonnum og sex prósentum meira en fyrir ári. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nemur 1.251 þúsund tonni það sem af er árs en það er 22 prósenta samdráttur á milli ára.

Greiningardeild Glitnis segir samdráttinn skýrast af mun styttri loðnuvertíð á árinu. Á móti kom að hærra hlutfall en áður fór til manneldis auk þess sem afurðaverð sé hærra nú en í fyrra vegna lækkunar krónunnar og hærra afurðaverðs á erlendum mörkuðum, sem er í sögulegu hámarki. Megi því búast við hærra aflaverðmæti á árinu í heild þrátt fyrir aflasamdrátt á milli ára, að mati Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×