Viðskipti innlent

Minni verðbólga

Vísitala neysluverðs hækkaði minna en greiningardeildir bankanna reiknuðu með.
Vísitala neysluverðs hækkaði minna en greiningardeildir bankanna reiknuðu með.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04 prósent milli mánaða í desember og jafngildir það 7,0 prósents verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Til samanburðar var verðbólgan 7,3 prósent í nóvember.

Hækkunin er ívið minni en greiningardeildir bankanna spáðu en þær hljóðuðu upp á 0,1 til 0,2 prósenta hækkun milli mánaða.

Eldsneytisverð lækkaði milli mánaða. Á móti hækkaði verð á bílum og húsaleigu en það er í takt við spár greiningardeilda bankanna. Þá lækkaði matvöruverð þriðja mánuðinn í röð en það var þvert á spár bankanna.-

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×