Viðskipti innlent

Alfesca selur höfuðstöðvar

Alfesca hefur gengið frá sölu á fasteign félagsins að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar félagsins hafa verið þar til húsa en húsnæðið var á sínum tíma hannað og byggt utan um saltfiskstarfsemi félagsins á Íslandi. Það var því orðið óhentugt fyrir starfsemi Alfesca í dag.

Afhending eignarinnar hefur þegar farið fram en nettósöluverð var um 640 milljónir króna. Bókfærður hagnaður vegna sölunnar er um 100 milljónir króna sem mun tekjufærast á yfirstandandi ársfjórðungi.

Alfesca hyggst nota söluandvirðið til frekari niðurgreiðslu á lánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×