Viðskipti innlent

Kýr rokseljast

Þó nokkuð er um að kýr gangi kaupum og sölum um þessar mundir. Í viðtali Bændablaðsins við Jóhannes Símonarson héraðsráðunaut kemur fram að eftirspurn eftir þjónustu Kúatorgs Búnaðarsambands Suðurlands, þangað sem bændum gefst kostur á að leita ef þeir hyggjast kaupa eða selja kýr, hafi ekki verið ýkja mikil.

 Ástæðan sé sú að þeir hugi fyrst að markaði fyrir gripi sína innansveitar og verði oftast ágengt í þeim efnum.

Í greininni kemur fram að algengt verð á kvígum hafi verið á bilinu 75 til l85 þúsund krónur. Nú sé gangverð á kvígum á fyrsta mjaltaskeiði um 120 til 130 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×