Enn ein þrasnefndin 4. október 2006 05:00 Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfréttum um daginn að sett yrði á legg opinber "sannleiksnefnd" sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún "væri hafin yfir alla tortryggni". Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður augljós snara sem stjórnarandstöðuþingmaður leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast. Steingrímur vonar að með þessu nái hann að hamast í þrígang á stjórnarflokkunum. Fyrst myndi hann gagnrýna skipunarbréf og verkefni nefndarinnar. Svo fengi skipan nefndarmanna, sama hvaða menn yrðu fyrir valinu, hæfilegan skammt af gagnrýni. Að lokum yrði svo niðurstaða nefndarinnar, sama hver hún nú yrði, tilefni utandagskrárumræðu með tilheyrandi stóryrðum. Helsti gallinn á þessari tillögu Steingríms er þó ekki aðeins að hann vilji gera pólitískt hanaat úr málinu heldur hitt að það er ekki heppilegt að láta ríkið rannsaka sjálft sig í þessum efnum. Það er miklu frekar verkefni sjálfstæðra fræðimanna eins og grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum er gott dæmi um. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einmitt lýst því yfir að gögn um þessi mál verði gerð opinber eftir því sem kostur er og hefur sett af stað starf sem miðar að því. Þá munu fræðimenn geta lagt mat sitt á hvað þarna hefur farið fram. Steingrímur má þó eiga það að hann er eins og oft áður samkvæmur sjálfum sér. Ef hann sér einhver færi á nýju viðfangsefni í þjóðfélaginu er hann fljótur að leggja til að nefnd á vegum ríkisins taki það að sér. Jafnvel sjálfsagðir hlutir eins og að segja sannleikann verða honum tilefni til að stinga upp á opinberri nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfréttum um daginn að sett yrði á legg opinber "sannleiksnefnd" sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún "væri hafin yfir alla tortryggni". Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður augljós snara sem stjórnarandstöðuþingmaður leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast. Steingrímur vonar að með þessu nái hann að hamast í þrígang á stjórnarflokkunum. Fyrst myndi hann gagnrýna skipunarbréf og verkefni nefndarinnar. Svo fengi skipan nefndarmanna, sama hvaða menn yrðu fyrir valinu, hæfilegan skammt af gagnrýni. Að lokum yrði svo niðurstaða nefndarinnar, sama hver hún nú yrði, tilefni utandagskrárumræðu með tilheyrandi stóryrðum. Helsti gallinn á þessari tillögu Steingríms er þó ekki aðeins að hann vilji gera pólitískt hanaat úr málinu heldur hitt að það er ekki heppilegt að láta ríkið rannsaka sjálft sig í þessum efnum. Það er miklu frekar verkefni sjálfstæðra fræðimanna eins og grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum er gott dæmi um. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einmitt lýst því yfir að gögn um þessi mál verði gerð opinber eftir því sem kostur er og hefur sett af stað starf sem miðar að því. Þá munu fræðimenn geta lagt mat sitt á hvað þarna hefur farið fram. Steingrímur má þó eiga það að hann er eins og oft áður samkvæmur sjálfum sér. Ef hann sér einhver færi á nýju viðfangsefni í þjóðfélaginu er hann fljótur að leggja til að nefnd á vegum ríkisins taki það að sér. Jafnvel sjálfsagðir hlutir eins og að segja sannleikann verða honum tilefni til að stinga upp á opinberri nefnd.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun