Barnleysi getur verið sársaukafullt vandamál 11. október 2006 05:15 Heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga er eitt af þeim "kerfum" sem sérhver landsmaður nýtir sér einhvern tímann á ævinni með einum eða öðrum hætti. Þjónusta þess þarf því að vera á eins breiðum grunni og framast er unnt. Þjóðin er einnig afar lánsöm að eiga þess kost að þiggja þjónustuna úr höndum færustu sérfræðinga og vel þjálfaðs starfsfólks. Þeir einstaklingar/pör sem eiga við ófrjósemi að stríða eru meðal þeirra sem þiggja þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Skilgreining á ófrjósemi er þegar par hefur reynt að eignast barn í eitt ár án árangurs. Talið er að 15-20% para á barneignaraldri glími við ófrjósemi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ófrjósemi er fyrst og fremst líffræðilegt vandamál enda þótt sálrænir þættir hafi svo sannarlega áhrif. Tilvera, samtök gegn ófrjósemi, voru stofnuð 1989. Hlutverk Tilveru er m.a. að standa við bakið á sjúklingum sem þarfnast tæknifrjóvgunarmeðferðar. Aðeins þeir sem hafa verið og eru í þeirri stöðu að eiga við ófrjósemi að stríða og reynt hafa að eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar vita hversu mikið álag og áhrif það hefur á tilfinninga- og líkamlega líðan. Ef meðferðin skilar ekki árangri eykst álagið oft enn frekar þegar tilfinningar eins og sorg, vonleysi og kvíði gera vart við sig. Hversu mikið erum við sem samfélag tilbúin til að hjálpa þessum hópi og í hverju gæti hjálpin einna helst falist? Fyrir rúmum tveimur árum var tæknifrjóvgunardeildinni á LSH lokað og gerður var samningur við ART Medica um að annast þessa þjónustu. Enda þótt aðilar hafi vafalaust viljað gera góðan samning koma oft veikleikar slíks samkomulags ekki í ljós fyrr en á reynir. Sem dæmi sýndi það sig að í fyrsta samningnum sem gerður var milli ART Medica, LSH og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis var samið um færri glasa/smásjárfrjóvganir en eftirspurn var eftir. Sú hjálp sem mun helst nýtast þeim sem eiga við ófrjósemi að stríða hlýtur fyrst og fremst að lúta að þjónustunni sem þeim stendur til boða eða á að standa til boða. Tæknifrjóvganir eru dýrar og oft er fleiri en einnar meðferðar þörf. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu greiða fyrir glasafrjóvgun á bilinu 137.000 til 256.000 krónur eftir því hversu margar meðferðir parið hefur farið í. Kostnaður miðast einnig við hvort parið á eitt eða fleiri börn saman. Heildarkostnaður án niðurgreiðslu er 307.000 krónur. Í lögum um tæknifrjóvgun, 1996 nr. 55, 29. maí, kemur fram í 2. málsgrein 2. greinar að "Heilbrigðisstofnun sem fær leyfi skv. 1. mgr. er skylt að bjóða pörum sem sækja um tæknifrjóvgunarmeðferð faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga". Þessu er ekki sinnt í dag sem skyldi. Ófrjósemi virðist vera vaxandi vandamál. Ástæða þess að um er að ræða vaxandi vandamál er varla hvorki einhlít né einföld. Mörgum finnst auðvelt að setja sig í spor þeirra sem eiga við þennan vanda að stríða jafnvel þótt þeir hafi ekki sjálfir persónulega reynslu af honum. Ég er þeirrar skoðunar að hlúa þurfi betur að þessum einstaklingum. Málefni þeirra eru mér hugleikin og myndi ég gjarnan vilja fá tækifæri til að taka þátt í að finna leiðir sem gætu komið til góða. Hér myndu margir vilja spyrja hvar taka eigi fjármagn til að styðja við bakið á þessum hópi. Í ljósi þess fjárhagsvanda sem heilbrigðiskerfið hefur átt við að glíma má flestum vera ljóst að engin einföld svör blasa við. Áframhaldandi vinna í átt að enn frekari hagræðingar bíður sem fyrr svo þessir sem og aðrir áþekkir munu geta notið góðs af. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga er eitt af þeim "kerfum" sem sérhver landsmaður nýtir sér einhvern tímann á ævinni með einum eða öðrum hætti. Þjónusta þess þarf því að vera á eins breiðum grunni og framast er unnt. Þjóðin er einnig afar lánsöm að eiga þess kost að þiggja þjónustuna úr höndum færustu sérfræðinga og vel þjálfaðs starfsfólks. Þeir einstaklingar/pör sem eiga við ófrjósemi að stríða eru meðal þeirra sem þiggja þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Skilgreining á ófrjósemi er þegar par hefur reynt að eignast barn í eitt ár án árangurs. Talið er að 15-20% para á barneignaraldri glími við ófrjósemi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ófrjósemi er fyrst og fremst líffræðilegt vandamál enda þótt sálrænir þættir hafi svo sannarlega áhrif. Tilvera, samtök gegn ófrjósemi, voru stofnuð 1989. Hlutverk Tilveru er m.a. að standa við bakið á sjúklingum sem þarfnast tæknifrjóvgunarmeðferðar. Aðeins þeir sem hafa verið og eru í þeirri stöðu að eiga við ófrjósemi að stríða og reynt hafa að eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar vita hversu mikið álag og áhrif það hefur á tilfinninga- og líkamlega líðan. Ef meðferðin skilar ekki árangri eykst álagið oft enn frekar þegar tilfinningar eins og sorg, vonleysi og kvíði gera vart við sig. Hversu mikið erum við sem samfélag tilbúin til að hjálpa þessum hópi og í hverju gæti hjálpin einna helst falist? Fyrir rúmum tveimur árum var tæknifrjóvgunardeildinni á LSH lokað og gerður var samningur við ART Medica um að annast þessa þjónustu. Enda þótt aðilar hafi vafalaust viljað gera góðan samning koma oft veikleikar slíks samkomulags ekki í ljós fyrr en á reynir. Sem dæmi sýndi það sig að í fyrsta samningnum sem gerður var milli ART Medica, LSH og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis var samið um færri glasa/smásjárfrjóvganir en eftirspurn var eftir. Sú hjálp sem mun helst nýtast þeim sem eiga við ófrjósemi að stríða hlýtur fyrst og fremst að lúta að þjónustunni sem þeim stendur til boða eða á að standa til boða. Tæknifrjóvganir eru dýrar og oft er fleiri en einnar meðferðar þörf. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu greiða fyrir glasafrjóvgun á bilinu 137.000 til 256.000 krónur eftir því hversu margar meðferðir parið hefur farið í. Kostnaður miðast einnig við hvort parið á eitt eða fleiri börn saman. Heildarkostnaður án niðurgreiðslu er 307.000 krónur. Í lögum um tæknifrjóvgun, 1996 nr. 55, 29. maí, kemur fram í 2. málsgrein 2. greinar að "Heilbrigðisstofnun sem fær leyfi skv. 1. mgr. er skylt að bjóða pörum sem sækja um tæknifrjóvgunarmeðferð faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga". Þessu er ekki sinnt í dag sem skyldi. Ófrjósemi virðist vera vaxandi vandamál. Ástæða þess að um er að ræða vaxandi vandamál er varla hvorki einhlít né einföld. Mörgum finnst auðvelt að setja sig í spor þeirra sem eiga við þennan vanda að stríða jafnvel þótt þeir hafi ekki sjálfir persónulega reynslu af honum. Ég er þeirrar skoðunar að hlúa þurfi betur að þessum einstaklingum. Málefni þeirra eru mér hugleikin og myndi ég gjarnan vilja fá tækifæri til að taka þátt í að finna leiðir sem gætu komið til góða. Hér myndu margir vilja spyrja hvar taka eigi fjármagn til að styðja við bakið á þessum hópi. Í ljósi þess fjárhagsvanda sem heilbrigðiskerfið hefur átt við að glíma má flestum vera ljóst að engin einföld svör blasa við. Áframhaldandi vinna í átt að enn frekari hagræðingar bíður sem fyrr svo þessir sem og aðrir áþekkir munu geta notið góðs af. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun