Viðskipti innlent

Gegnsærri hlutabréfaeign LÍ

Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Greint verður á milli eigin hlutabréfa og hlutabréfa sem hafa verið keypt til að verjast áhættu tengdri framvirkum viðskiptum.
Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Greint verður á milli eigin hlutabréfa og hlutabréfa sem hafa verið keypt til að verjast áhættu tengdri framvirkum viðskiptum.

Landsbankinn hefur ákveðið að aðgreina hlutabréf, sem keypt hafa verið til að verja bankann á móti áhættu sem tengist framvirkum samningum, frá hlutabréfaeign bankans.

Þetta er gert til að auka gegnsæi hlutabréfaeignar Landsbankans en gagnrýni frá erlendum markaðsaðilum hefur meðal annars beinst að óljósum eignatengslum á íslenskum hlutabréfamarkaði og því hver markaðsáhætta bankanna er.

"Breytingin er til þess fallin að svara hluta af þeirri gagnrýni sem komið hefur erlendis frá og ætti að vera lóð á vogarskál lægra álags á fjármögnun bankans," segir í Morgunkorni Glitnis.

Landsbankinn hefur stofnað sérstakt félag utan um varnirnar sem kallast LI-Hegde.

Alls nemur markaðsvirði hlutabréfanna 54,2 milljörðum króna en þar af eru 15,7 milljarðar í bréfum Landsbankans. Hluti af þessari upphæð er skráður erlend hlutabréf.

Hlutabréf í Landsbankanum hækkuðu um 1,3 prósent á markaði í gær og enduðu í 23,3 krónum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×