Viðskipti innlent

Dagsvelta yfir 12 hundruð milljónum

Lífleg viðskipti voru með Icelandair Group Holding á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni. Félagið hækkaði um 2,2 prósent frá útboðsgengi til fjárfesta og kostaði hluturinn 27,6 krónur í lok gærdags.

Alls nam veltan á fyrsta viðskiptadegi 1.221 milljón króna, sem var tvöfalt meira en hjá næst veltumesta félaginu, og skiptu fjögur prósent hlutafjár í nýja félaginu um hendur. Markaðsverðmæti Icelandair Group Holding var 27,6 milljarðar króna í lok gærdags.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×