Viðskipti innlent

FL Group tryggir sér frekari fjármögnun

Félagið hefur fengið aðgang að 92 milljörðum á árinu.

FL Group hefur samið um þriggja ára fjármögnun við Barclays Capital og fær með samningnum aðgang að 37 milljarða króna lánsfé.

Með samningnum gefst FL kostur á að fjármagna kaup á hlutabréfum í skráðum fyrirtækjum á Íslandi og erlendis, en félagið er einn umsvifamesti fjárfestirinn á innlendum hluta­bréfamarkaði. Ennfremur eykst sveigjanleiki FL til fjármögnunar á núverandi og síðari tíma verkefnum.

Frá byrjun árs hefur FL tryggt sér aðgang að fjármögnunarsamningum fyrir 92 milljarða króna, eða einn milljarð evra, frá alþjóðlegum bankastofnunum.

Hannes Smárason, forstjóri FL, segir að samningurinn við Barclays styrki stöðu félagsins og auðveldi því að koma áætlunum í verk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×