Viðskipti innlent

Staðfest að brotið var á Mjólku

Ólafur M. Magnússon, forstjóri Mjólku. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð um brot Osta- og smjörsölunnar gegn Mjólku.
Ólafur M. Magnússon, forstjóri Mjólku. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð um brot Osta- og smjörsölunnar gegn Mjólku.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá 13. október um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku.

Það hafi hún gert með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum með undanrennuduft. Osta- og smjörsalan áfrýjaði úrskurðinum til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem nú hefur staðfest hann.

Ólafur M. Magnússon, forstjóri Mjólku, telur að þetta staðfesti þá gagnrýni sem forsvarsmenn Mjólku hafi haft uppi gagnvart samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins. „Ég held að landbúnaðarráðherra hljóti að bregðast við því kalli sem þessi niðurstaða gefur til kynna. Ef þessu umhverfi verður ekki breytt felur það í sér að það sé beinn vilji stjórnvalda að Mjólka, og aðrir þeir sem hafa verið að hasla sér völl í samkeppni við mjólkuriðnaðinn, hverfi af sjónarsviðinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×