Innlent

Kaup Pennans á tveimur bókaverslunum samþykkt

MYND/Stefán

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna kaupa Pennans á Bókaverslun Jónasar Tómassonar á Ísafirði og Bókaversluninni Andrés Níelsson á Akranesi.

Kaupin áttu sér stað fyrr á árinu og fram kemur í úrskurði Samkeppniseftirlitsins að samlegðaráhrif vegna samrunans verði fyrst og fremst við smásölu á bókum, tímaritum og skristofuvörum. Ljóst sé að staða Pennans sé almennt mjög sterk á þeim sviðum viðskipta en hins vegar hafi afkoma bókaverslunanna tveggja verið slæm á undanförnum árum. Í ljósi þess og með hliðsjón af gögnum málsins taldi Samkeppnisstofnun ekki ástæðu til að afhafast neitt vegna kaupanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×