Lífið

Jolie beið í bílnum

Jolie vildi ekki hitta pabba sinn í samkvæmi sem haldið var í Hollywood og beið þess í stað fyrir utan í bíl.
Jolie vildi ekki hitta pabba sinn í samkvæmi sem haldið var í Hollywood og beið þess í stað fyrir utan í bíl. MYND/Getty

Angelina Jolie beið útí bíl í klukkutíma fyrir utan samkvæmisstað í Hollywood vegna þess að hún vildi ekki hitta föður sinn, Jon Voight. Lengi hefur verið stirt milli þeirra feðgina og hefur Jolie sakað föður sinn um að hafa eyðilagt móður sína með stöðugu framhjáhaldi. Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmtistað þar sem Scott Caan, meðleikari Brad Pitt í Oceans 13, hélt stórt teiti.

Þegar stjörnuparið mætti á svæðið kom kona aðsvífandi að bíl skötuhjúanna og tilkynnti Jolie að faðir hennar væri staddur á staðnum. Pitt og Jolie keyrðu nokkra hringi í kringum húsið og að endingu steig Pitt út úr bílnum og hvarf inní mannfjöldann. Skömmu síðar yfirgaf Voight samkvæmið og Jolie sást lauma sér inn um bakdyrnar. Ég hata ekki pabba minn, ég vil bara ekki sjá mömmu mína gráta enn einu sinni, sagði Jolie við fjölmiðla fyrir ekki margt löngu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.